Loftslag.is

Month: May 2011

  • Hefur Jörðin kólnað?

    Hefur Jörðin kólnað?

    Endurbirting

    thumb_potholer_1998_myth

    Myndbandið hér undir er úr smiðju Potholer54. Hér fjallar hann um þá mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Mikilvægi heimilda er honum einnig ofarlega í huga nú sem áður. Eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu:

    Þetta myndband skoðar hvort aðrar plánetur séu líka að hlýna og hvort að internet-mýtan um að NASA hefi rakið hlýnunina beint til sólarinnar sé rétt. Í þessu myndbandi mun ég skoða mikilvægi heimilda – það að rekja heimildirnar til upptakana og fullvissa sig um trúverðugleika þeirra. Ég get heimilda minna í myndbandinu. Heimilda er einnig getið í öllum myndböndunum í röð myndbanda um loftslagsmál hjá mér. Þessi myndbönd eru ekki persónuleg skoðun eða mín eigin kenning; ég er ekki loftslagsvísindamaður eða rannsóknaraðili og ég hef engar forsendur til að gera annað en að greina frá hverju alvöru loftslagsvísindamenn hafa komist í raun um með rannsóknum sínum. Það er því engin meining í því að vera ósammála mér. Ef þér líkar ekki niðurstaðan, taktu það þá upp við rannsóknaraðilana sem ég get í heimildunum. Ef ég hef gert einhver mistök í því að segja frá þeirra niðurstöðum, þá er um að gera að benda mér á það og ég mun með ánægju leiðrétta það. Ef þú telur þig vita betur en sérfræðingarnir, skrifaðu þá grein og fáðu hana birta í virtu, ritrýndu vísinda tímariti.

    Já, svo mörg voru þau orð hjá honum. Önnur myndbönd Potholer54 sem við höfum birt má nálgast hér.

    Tengt efni á loftslag.is:

     

  • Tvær gráður of mikið

    Tvær gráður of mikið

    Endurbirting

    Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130–116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.

    Við rannsóknina, þar sem skoðaðar voru setlagamyndanir frá síðasta hlýskeiði ísaldar, þá tókst höfundum að endurgera hnattrænan hitaferil á síðasta hlýskeiði ísaldar. Til að bera hann saman við aðstæður í dag, þá drógu þeir meðalhitastig frá 1961-1990 frá þeim ferli.

    Tveggja gráðu markið. Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar (mynd af ScienceDayly.com).

    Niðurstaðan sýnir að hitastigið virðist hafa verið meira en 5°C hærra á hærri breiddargráðum, á meðan hitastig hitabeltisins jókst lítillega – sem er mjög svipað og núverandi leitni hitastigs stefnir í. Að auki, þegar skoðað er hnattrænt hitastig hlýskeiðisins, þá var Jörðin um 1,9 °C heitari – samanborið við hitastig fyrir iðnbyltinguna. Þetta hitastig er talið hafa hækkað sjávarstöðu í um 6,6-9,4 m hærri sjávarstöðu en er í dag. Hraði þessarar hækkunar sjávarstöðu er samkvæmt þessari rannsókn talin hafa verið um tvöfalt hraðari en fyrri rannsóknir hafa bent til (Kopp o.fl. 2009).

    Ástæður þessarar hlýnunar er í grunninn vegna breytinga í sporbaug Jarðar og meiri sólgeislunar á norðurhveli Jarðar yfir sumartíman en er í dag. Sú staða virðist hafa valdið magnandi svörun sem keyrði hitastig Jarðar upp í fyrrnefnt ástand. Aukið hitastig virðist hafa breytt samspili hafstrauma í Indlandshafi og Atlantshafi, sem hafi aukið á kraft hita/seltu hringrásar sjávar og þar með magnað upp hlýnunina.

    Þetta háa hitastig sem sást á síðasta hlýskeiði ísaldar er sambærilegt við það sem talið er að geti orðið við lok þessarar aldar, við sviðsmynd sem gerir ráð fyrir minnkandi losun CO2 út öldina. Samkvæmt þessu þá er ljóst að taka verður tillit til þess í samningaviðræðum þjóða heims – en hingað til hefur talan 2°C hækkun hnattræns hita (frá því fyrir iðnbyltingu) oft verið nefnd sem ásættanlegt markmið og reynt hefur verið að semja um minnkandi losun CO2 til að fara ekki yfir það markmið.

    Heimildir og ítarefni

    Greinin birtist í Journal of Quaternary Science, Turney og Jones 2010 (ágrip): Does the Agulhas Current amplify global temperatures during super-interglacials?

    Kopp o.fl. 2009 (ágrip): Probabilistic assessment of sea level during the last interglacial stage

    Á heimasíðu celsias er pistill eftir annan höfunda Chris Turney: A Lesson From Past Global Warming

    Umfjöllun Science Daily um greinina: Climate Change Target ‘Not Safe’, Researchers Say

    Tengt efni á loftslag.is

  • Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011

    Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011

    Hvernig er hitastig aprílmánaðar 2011 á heimsvísu? Hér má lesa um það hvort að mánuðurinn var kaldur eða hlýr á heimsvísu. Varðandi hitahorfur ársins 2011, þá má lesa nánar um það í færslunni Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011. Þar kemur m.a. fram að þetta ár byrjar í La Nina ástandi sem þýðir yfirleitt öðru óbreyttu að jafnaði kaldari ár en ella. Hvort það verður svo, á þó eftir að koma í ljós þegar líða tekur á árið. Apríl mánuður í ár er 7. heitasti apríl frá upphafi mælinga, en tímabilið janúar til apríl í ár er það 14. heitasta fyrir það tímabil. Þetta má sjá nánar í gröfunum hér undir.

    Apríl 2011

    Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn apríl 2011 og tímabilið janúar – apríl.

     

    Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir apríl 2011.

    Apríl Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasti/næst heitasti apríl
    samkv. skrám
    Á heimsvísu
    Land +1,12 ± 0,11°C 6. heitasti 2007(+1,44°C)
    Haf +0,39 ± 0,04°C 11. heitasti 2010 (+0,57°C)
    Land og haf +0,59 ± 0,07°C 7. heitasti 2010 (+0,78°C)
    Norðuhvel jarðar
    Land +1,38 ± 0,15°C 4. heitasti 2000 (+1,62°C)
    Haf +0,34 ± 0,04°C 12. heitasti 2010 (+0,59°C)
    Land og Haf +0,73 ± 0,11°C 6. heitasti 2010 (+0,94°C)
    Suðurhvel jarðar
    Land +0,43 ± 0,14°C 25. heitasti 2005 (+1,06°C)
    Haf +0,44 ± 0,04°C 10. heitasti 1998 (+0,61°C)
    Land og Haf +0,44 ± 0,06°C 13. heitasti 1998 (+0,66°C)

    Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2011:

    Janúar – apríl Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,74 ± 0,20°C 17. heitasta 2007 (+1,38°C)
    Haf +0,38 ± 0,04°C 11. heitasta 2010 (+0,56°C)
    Land og Haf +0,48 ± 0,09°C 14. heitasta 2010 (+0,72°C)

    Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

    Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl eftir árum.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is

  • “Hitastigið hækkar áður en styrkur CO2 eykst” – mýta í uppfærðri útgáfu

    “Hitastigið hækkar áður en styrkur CO2 eykst” – mýta í uppfærðri útgáfu

    Enn og aftur getum við notið þess að sjá hvernig góðkunningi okkar Greenman3610 (Peter Sinclair) brýtur málfltuning afneitunarinnar til mergjar með skarpri egg sinni og beittum stíl í nýju myndbandi, sem þó er uppfærsla á vel þekktri mýtu, Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

    Eins og Greenman segir m.a. sjálfur um myndbandið (lausleg þýðing):

    Sjáið hvernig tilkomumikið sérval gagna, (e. cherry pick) í vísindalegri rökræðu, er bara hluti af dagsverki alvöru afneitunarsinna.

    Jájájá, hann er ekkert að skafa utan af hlutunum, kannski engin ástæða til þess heldur – enda virðast staðreyndir ekki stöðva þá sem afneita vísindum – en allavega myndbandið má sjá hér:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Stöðuvötn hitna

    Stöðuvötn hitna

    Endurbirting

    Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

    Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug. Hitaleitnin er hnattræn og mest er hækkunin á mið og hærri breiddargráðum norðurhvels Jarðar.

    Hiti var mældur að sumri til (júlí-september á norðurhveli og janúar-mars á suðurhveli) en það var gert vegna erfiðleika við gagnaöflunar þegar stöðuvötnin eru hulin ís eða þokubakkar liggja yfir þeim. Notuð voru stöðuvötn sem voru oftast nær yfir 500 ferkílómetrar að flatarmáli eða stærri – eða vötn sem hafa sérstakt vísindalegt gildi.

    Þessar niðurstöður bætast við sívaxandi gagnamagn þar sem skoðuð eru áhrif loftslagsbreytinga hnattrænt, en sérstaklega er þetta áhugaverð rannsókn fyrir þá sem rannsaka vistkerfi stöðuvatna en þau vistkerfi eru viðkvæm og geta breyst við litla breytingu í vatnshita. Sem dæmi getur lítil breyting í vatnshita orðið til þess að eitraðir þörungar blómstra eða að nýjar lífverur fara að breiða úr sér, sem getur rofið fæðukeðju vatnanna.

    Heimildir og ítarefni

    Greinin er eftir Schneider og Hook 2010 (ágrip): Space observations of inland water bodies show rapid surface warming since 1985

    Umfjöllun Science Daily um greinina má lesa hér: Earth’s Lakes Are Warming, NASA Study Finds

    Tengt efni á loftslag.is

  • Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

    Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

    Föstudaginn 8. apríl síðastliðinn flutti Héðinn Valdimarsson haffræðingur erindi sem nefndist Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum.

    Um málstofuna má lesa hér.

    Vöktun á ástandi sjávar á mismunandi árstíðum hefur nú staðið yfir í nærri fjörutíu ár. Lengri tímaraðir finnast frá athugunum að vori fyrir norðan land eða aftur til um 1950. Í erindinu verður farið yfir breytingar á hita og seltu sjávar á ýmsum hafsvæðum við Ísland á þessum tíma sem mælingar ná yfir. Niðurstöður verða skoðaðar í tengslum við breytingar á nærliggjandi hafsvæðum.

    Smellið á myndina hér fyrir neðan  til að horfa á málstofuna.

    Málstofa 8 apr 2011

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

    Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

    Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.

    Heildar massajafnvægi jökulbreiðanna milli áranna 1992 og 2009. Efsta myndin sýnir bráðnun á Grænlandi, miðmyndin sýnir Suðurskautið og neðsta myndin sýnir samtölu beggja jökulbreiðanna í gígatonnum á ári. Notaðar eru tvær aðferðir: Massamælingar samkvæmt aðferð A (svartir punktar) og þyngdarmælingar frá NASA GRACE gervihnettinum aðferð B (rauðir þríhyrningar). Mynd: NASA/JPL-UC Irvine-Utrecht University-National Center for Atmospheric Research

    Það að jökulbreiður verði ráðandi þáttur í sjávarstöðubreytingum er nokkuð sem búist hefur verið við – en hingað til hefur verið talið að aukningin myndi gerast hægar. Þessi rannsókn styður nýlegar rannsóknir sem benda til þess að IPCC frá árinu 2007, hafi vanmetið komandi sjávarstöðubreytingar.

    Höfundar tóku saman gögn fyrir næstum tvo áratugi, af mánaðarlegum gervihnattamælingum bornum saman við gögn úr loftslagslíkönum til að kanna breytingar og leitni í bráðnun jökulbreiðanna.

    Notaðar voru tvenns konar mæliaðferðir. Sú fyrri (aðferð A) bar saman annars vegar gögn um yfirborðsbreytingar með InSAR tækninni,  auk þykktarmælinga þar sem notaðar eru bylgjumælingar (RES) til að áætla hversu mikið jökulbreiðurnar voru að missa og hins vegar staðbundið loftslagslíkan sem notað var til að áætla hversu mikið safnaðist saman á ákomusvæði jökulbreiðanna. Seinni aðferðin (aðferð B) notaði átta ár af gögnum við þyngdarmælingar með GRACE gervihnetti NASA.

    Gögn frá þessum tveimur mismunandi aðferðum sýndu gott samræmi þegar þau voru borin saman, bæði hvað varðar heildarmagn massatapsins og hraða þess – þ.e. þau átta ár sem báðar mælingarnar voru í gangi. Þannig er hægt að álykta að gögnin sýni samfellda niðurstöðu frá árinu 1992.

    Á hverju ári, þau 18 ár sem gögnin ná yfir, þá bráðnaði Grænlandsjökull um 21,9 gígatonnum meira heldur en árið áður. Á Suðurskautinu var það um 14,5 gígatonn meira á ári.

    Það eykur gildi rannsóknarinnar að notaðar voru tvær óháðar aðferðir sem svona mikið samræmi var á milli og sýnir hversu mikið þekking á bráðnun jökulbreiðanna hefur aukist undanfarin ár og hversu mikið betri gögnin eru.

    Ef áfram heldur sem horfir, samkvæmt höfundum, þá munu jökulbreiðurnar tvær auka sjávarstöðu um 15 sentimetra fyrir árið 205o – sem þýðir um 32 sentimetrar ef aðrir þættir eru teknir með í reikninginn. Óvissan er þó enn mikil, en þetta er töluvert meira en t.d. spár IPCC frá 2007.

    Heimildir og ítarefni

    Sjá grein í Geophysical Research letters, Rignot o.fl. 2011 (ágrip):  Acceleration of the contribution of the Greenland and Antarctic ice sheets to sea level rise

    Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NASA, Jet Propulsion Laboratory: NASA Finds Polar Ice Adding More to Rising Seas

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Mythbusters og gróðurhúsaáhrifin

    Mythbusters og gróðurhúsaáhrifin

    Hinir stórskemmtilegu félagar í Mythbusters, sem m.a. er hægt að fylgjast með á Discovery channel, hafa gert tilraun á gróðurhúsaáhrifunum. Prófanirnar gengu út á að dæla auknu magni af CO2 og metani inn í sérstaka klefa sem voru sérútbúnir til tilraunarinnar og hitastig mælt til að sjá hvort það væri munur á þeim klefum og svo samanburðarklefum. Það þurfti að sjálfsögðu að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjónvarpið, þannig að það voru settar ísstyttur í eftirmynd Jamie í klefana til að fylgjast með bráðnun þeirra…alltaf gaman að þeim félögum. En nú að tilrauninni og niðurstöðu þeirra félaga:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Loftslagsrapp vísindamanna

    Loftslagsrapp vísindamanna

    Svona í tilefni tónlistarhelgar í nafni Júróvísíon, þá er kannski upplagt að slá á léttar nótur og hlusta á rapplag þar sem m.a. loftslagsvísindamenn frá Ástralíu koma fram. Ég þekki nú ekki alveg hvernig þetta lag kom til, en það má sjálfsagt prófa að nota þennan miðil ásamt öðrum til að koma skilaboðum áleiðis, væntanlega eru einhverjir því ósammála… En hvað um það sjón er sögu ríkari, en í byrjun kemur þessi texti á skjáinn:

    In the media landscape there are climate change deniers and believers, but rarely are those speaking about climate change actual climate scientists…

    Sem má útleggja eitthvað á þann veginn:

    Í landslagi fjölmiðla eru þeir sem afneita loftslagsbreytingum og þeir sem trúa á þær, en sjaldnast eru þeir sem ræða um loftslagsbreytingar raunverulegir vísindamenn…

    Fyrir þá sem eru viðkvæmir, þá má vara við því að þarna heyrast orð sem ekki allir bekenna sem verandi sómasamleg…

    Textann má svo lesa hér, fyrir þá sem hafa áhuga á því…

    yo….we’re climate scientists.. and there’s no denying this Climate Change Is REEEEALL..

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    Not a cleo finalist
    No a climate scientist

    Droppin facts all over this wax
    While bitches be crying about a carbon tax
    Climate change is caused by people
    Earth Unlike Alien Has no sequel
    We gotta move fast or we’ll be forsaken,
    Cause we were too busy suckin dick Copenhagen: (Politician)

    I said Burn! it’s hot in here..
    32% more carbon in the atmosphere.
    Oh Eee Ohh Eee oh wee ice ice ice
    Raisin’ sea levels twice by twice
    We’re scientists, what we speak is True.
    Unlike Andrew Bolt our work is Peer Reviewed… ooohhh

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    An Anglican revivalist
    No a climate scientist

    Feedback is like climate change on crack
    The permafrosts subtracts: feedback
    Methane release wack : feedback..
    Write a letter then burn it: feedback
    Denialists deny this in your dreams
    Coz climate change means greater extremes,
    Shit won’t be the norm
    Heatwaves bigger badder storms
    The Green house effect is just a theory sucker (Alan Jones)
    Yeah so is gravity float away muther f**cker

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    I’m not a climate Scientist
    Who’s Climate Scientists
    A Penny Farthing Cyclist
    No
    A Lebanese typist
    No
    A Paleontologist
    No
    A Sebaceous Cyst
    No! a climate scientist! Yo! PREACH~!

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

    Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

    Eitt af því sem menn velta fyrir sér þegar rætt er um loftslagsbreytingar er, hvaða áhrif  þær muni hafa á samfélög manna? Nýlega birtist grein þar sem þessari spurningu var velt upp og reynt að áætla hvaða svæði jarðar eru viðkvæmust fyrir komandi loftslagsbreytingum (Samson o.fl. 2011).

    Höfundar þróuðu með sér nýjan stuðul – svokallaðan CDVI (Climate Demography Vulnerability Index). Með honum er bornar saman staðbundnar loftslagsbreytingar og mannfjöldaþróun þeirra svæða. Í ljós kom að viðkvæmustu svæðin voru í miðri Suður Ameríku, mið austurlöndum og suðurhluta Afríku. Minna viðkvæm svæði voru að mestu bundin við norðurhluta norðurhvels jarðar.

    Þar næst gerðu höfundar dæmigert kort sem sýnir losun CO2 miðað við höfðatölu. Þeir fundu þannig út að þeir íbúar ríkja sem losa hvað minnst af CO2 verða hvað mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þetta sést vel þegar skoðuð eru samsettu kortin hér fyrir neðan. Á efri myndinni sést hverjir losa mest af CO2 (rautt) samanborið við þá sem losa minnst (blátt) – á neðri myndini er þetta öfugt, viðvkæmustu ríkin eru rauð og þau sem talin eru þola loftslagsbreytingar mest eru með bláum lit.

    Ekki var farið nánar í þá spurningu hvaða ríki munu ná að aðlagast afleiðingum loftslagsbreytinga – það hlýtur þó að vera ljóst að fátæk vanþróuð ríki eru síst viðbúin að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Því er það svo að þau ríki sem menga minnst og verða fyrir mestum afleiðingum, eru ólíklegust til að ná að aðlagast breyttu loftslagi.

    Sumir halda því blákalt fram að niðurskurður á losun CO2 muni hafa slæm áhrif á fátæku ríkin – þessi rannsókn sýnir nokkuð ljóst fram á hið gagnstæða.

    Heimildir og ítarefni

    Greinin eftir Samson o.fl. 2011 birtist í Global Ecology and Biogeography: Geographic disparities and moral hazards in the predicted impacts of climate change on human populations

    Umfjöllun á Skeptical Science: Those who contribute the least greenhouse gases will be most impacted by climate change

    Tengt efni á loftslag.is