Vendipunktar í vistkerfum

africa_forsidaEndurbirting fréttar.

Ný rannsókn bendir til þess að það sé erfiðara en áður hefur verið talið að spá fyrir um skyndilegar breytingar í jarðkerfum (e. earth systems), en eitt af því sem þykir hvað mest spennandi í fræðunum nú er að finna vendipunkta sem valda breytingum (varanlegum eða tímabundnum) á einstökum kerfum jarðar.

Samkvæmt rannsókninni þá bendir allt til að breytingar á milli mismunandi stöðugra ástanda, með mögulega slæmum afleiðingum getur gerst án aðvörunar. Það þýðir að áhrifa hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi jarðar sjást ekki fyrr en afleiðingarnar eru orðnar töluverðar. Á þeim tímapunkti þá getur orðið erfitt að koma kerfinu aftur í sitt upprunalega horf.

Í þessari rannsókn þá voru skoðuð líkön af vistkerfum, en niðurstöðuna má yfirfæra á önnur kerfi. Annar aðalhöfunda (Hasting) er framarlega á sviði stærðfræðilíkana sem notuð eru til að skilja náttúruleg kerfi, en hann hefur meðal annars rannsakað laxa- og þorskstofna, ásamt því að gera líkön fyrir viðbrögð plantna og dýra við hnattræna hlýnun jarðar.

Vísindamenn eru almennt sammála um það að hnattrænar breytingar í loftslagi hafi áhrif á umhverfið – þ.e. breytingar á úrkomu, hitabylgjum, hækkandi sjávarstöðu, vatnsskort á þurrum svæðum o.fl. Margir hverjir telja að hætta sé á að farið sé yfir svokallaða vendipunkta, þ.e. að farið verði yfir ákveðna þröskulda við lítilsháttar aukningu í hitastigi, sem hafa myndi miklar breytingar á kerfum jarðar.

Þeir vendipunktar sem höfundar benda á eru t.d. hvarf hafíss Norðurskautsins yfir sumartíman – sem gæti haft mikil áhrif á straumakerfi sjávar og veður. Einnig benda höfundar sérstaklega á aukna bráðnun jökuls á Grænlandi og Suðurskautinu, sem mun auka sjávarstöðubreytingar til muna og þá benda þeir einnig á súrnun sjávar, sem getur haft töluverð neikvæð áhrif á fæðukerfi sjávar.

Ítarefni og heimildir

Þessi frétt er unnin upp úr frétt á heimasíðu Science Daily: Climate ‘Tipping Points’ May Arrive Without Warning, Says Top Forecaster

Greinina má lesa í tímaritinu Ecology Letters (áskrift): Regime shifts in ecological systems can occur with no warning

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál