Kolefnisbinding með nýrri tækni


Vísindamenn úr hópnum sem stóð að rannsókninni, frá vinstri til hægri, George Shimizu, Simon Iremonger og Ramanathan Vaidhyanathan.

Kanadískir efnafræðingar eru að rannsaka nýjar leiðir til að binda koldíoxíð sem kemur frá raforkuverum og verksmiðjum og koma því fyrir án þess að nota mikið af orku og vatni, eins og er nauðsynlegt í núverandi frumgerðum þeirrar tækni sem er skoðuð varðandi kolefnisbindingu. Rannsóknaraðilarnir segja frá því í vísindatímaritinu Science, að þeir hafi notast við tækni sem þeir kalla röntgengeisla kristallafræði (e. X-ray crystallography) til að rannsaka hvernig kolefnissameindir bindast í gljúpum, föstum kolefnisjarðlögum. Vísindamenn við Háskólana í Calgary og Ottawa tókst að  rannsaka nákvæmlega þá staði þar sem koldíoxíð er í kolefnisjarðlögum, sem þeir líktu við að halda á hafnabolta í hafnaboltahanska. “Við getum séð hvernig hver “fingur” leggur sitt af mörkum til að halda CO2 á sínum stað,” segir George Shimizu, prófessor í efnafræði við Háskólann í Calgary og meðhöfundur rannsóknarinnar. Núverandi kolefnisbindingarbúnaður kemur einskonar loftbólum af CO2 í gegnum vatn sem inniheldur uppleyst efni, svokölluð amin. Aminin ná taki á koldíoxíðinu og þegar það er hitað þá er hægt að binda kolefnið aftur. Sú tækni notar mikið af vatni og orku, og samkvæmt Shimizu þá getur þessi nýja tækni sparað mikið af orku þar sem ekki þarf að hita vatn til að binda kolefnið.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.