Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni

Í þessu myndbandi Greenman3610 (Peter Sinclair) fer hann yfir gamla upptöku með vísindamanninum Gilbert Plass frá 1956 þar sem farið er yfir áhrif þess að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu. Loftslagsvísindin eru ekki nein ný uppgötvun eins og sagan sýnir okkur, þó einhverjir telji svo vera. En skoðum nú lýsingu Greenman3610 á myndbandinu:

Sumir þeirra sem afneita loftslagsvísindunum virðast telja að hnattræn hlýnun sé eitthvað sem Al Gore fann upp árið 2006.

Eins og þessi upptaka frá 1956, og var nýlega afhjúpuð, sýnir fram á, þá hafa loftslagsvísindin í aðalatriðum verið á hreinu í marga áratugi.

En skoðum nú myndbandið.

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.