NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið 1998 miðað við hitafrávik fyrir bæði haf og land. Ef aðeins er tekið hitastigið yfir landi, þá er hitafrávikið fyrir tímabilið, janúar til október, það næst heitasta, á eftir 2007, en hitafrávik fyrir sjó er það næst hæsta (jafnt 2003) á eftir 1998.
Eins og vænta má, þá hefur La Nina (sem er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur, öfugt við El Nino, almennt áhrif til kólnunar) sett mark sitt til kólnunar hér að undanförnu. Samkvæmt loftslags spá miðstöð NOAA, þá er gert ráð fyrir að La Nina eigi enn eftir að auka styrk sinn og verða viðloðandi allavega fram á vormánuði 2011. Áhrifin á hitastigið á heimsvísu eru talin verða til kólnunar það sem eftir er árs, svipað og gerðist árið 1998.
Hér undir má sjá þessa keppni ársins við fyrri ár. Athugið hvernig sjá má á myndinni að árið 2010 var líklegt framan af til að setja nýtt hitamet, þar til áhrif La Nina kólnunarinnar byrjuðu að sjást að marki. Það er þó enn ekki loku fyrir það skotið að árið geti orðið það hlýjasta frá því mælingar hófust, sjá t.d. vangaveltur varðandi það í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…
Á þessari mynd má lesa út hitafráviksþróun fyrir nokkur síðustu ár til samanburðar við árið í ár.
Október 2010 og árið
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn október og tímabilið janúar – október.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir októbermánuð 2010.
Október | Frávik | Röð (af 131 ári) |
Heitasti/næst heitasti ágúst samkv. skrám |
---|---|---|---|
Á heimsvísu | |||
Land | +0,91°C | 6. heitasti | 2005(+1,07°C) |
Haf | +0,40°C | 10. heitasti | 2003 (+0,58°C) |
Land og haf | +0,54°C | 8. heitasti | 2003 (+0,71°C) |
Norðuhvel jarðar | |||
Land | +1,11°C | 3. heitasti | 2003 (+1,20°C) |
Haf | +0,40°C | 11. heitasti | 2006 (+0,64°C) |
Land og Haf | +0,67°C | 5. heitasti | 2003 (+0,85°C) |
Suðurhvel jarðar | |||
Land | +0,39°C | 21. heitasti | 2002 (+1,09°C) |
Haf | +0,42°C | 9. heitasti | 1997 (+0,59°C) |
Land og Haf | +0,41°C | 11. heitasti | 1997 (+0,61°C) |
Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til september 2010:
Janúar – október | Frávik | Röð (af 131 árí) |
Heitasta/næst heitasta tímabilið |
---|---|---|---|
Á heimsvísu | |||
Land | +0,98°C | 2. heitasta | 2007 (+1,00°C) |
Haf | +0,51°C | 2. heitasta | 1998 (+0,53°C) |
Land og Haf | +0,63°C | Heitasta | 1998 (+0,63°C) |
Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – október eftir árum.
Samkvæmt tölum frá NASA er tímabilið janúar til október einnig það heitasta frá því mælingar hófust, sjá hér samanburð NASA á milli þriggja heitustu áranna fyrir tímabilið janúar til október.
Eins og sést hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum, sjá einnig Enn mælist hitastig í heiminum í hæstu hæðum.
Heimildir og annað efni af loftslag.is:
- Hitastig í september og árið fram til þessa í hæstu hæðum
- Og árið verður…
- Enn mælist hitastig í heiminum í hæstu hæðum
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Heimild – NOAA – október 2010
- Heimild – NASA reports 2010 hottest year on record so far
- Tag – Mánaðargögn
- Tag – Hitastig
- Helstu sönnunargögn
Leave a Reply