Kaldari svæði við hnattræna hlýnun

Hin hnattræna hlýnun, gæti aukið á staðbundinn kulda yfir háveturinn á miðlægum breiddargráðum á norðurhveli Jarðar. Hin stöðuga bráðnun hafíss í austurhluta Norðurskautsins gæti breytt vindakerfum lofthjúpsins á svæðinu með fyrrgreindum afleiðingum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Með hermunum í loftslagslíkunum þar sem áframhaldandi minnkandi hafísútbreiðsla er færð inn í líkönin, þá fundu vísindamenn frá Potsdam stofnuninni það sem þeir kalla “ákveðið ólínulegt viðbragð” (e. “pronounced nonlinear response”) í lofthita og vind í austanverðu Norðurskautinu.

Sérstaklega er talið að minnkun á vetrarhafís í Barents- og Karahafs svæðunum, norður af Noregi og Rússlandi, gæti haft þau áhrif að veturnir kólni til muna í Evrópu.  Höfundar telja að þessi frávik í hafísútbreiðslu geti þrefaldað líkurnar á óvenju köldum vetrum í Evrópu og norður Asíu.

Heimildir og ítarefni

Greinina má finna hér, Petoukhov og  Semenov (2010):  A link between reduced Barents-Kara sea ice and cold winter extremes over northern continents

Umfjöllun Sciencedaily um greinina: Global Warming Could Cool Down Northern Temperatures in Winter

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál