Slæmar fréttir fyrir ísbirni

Nýjar rannsóknir benda til þess að hlýnun Jarðar boði slæmar fréttir fyrir ísbirni og búist við að þeim eigi eftir að fækka töluvert við hlýnunina.
Þegar ísbirnir missa búsvæði sín við hnattræna hlýnun, þá er búist við að þeir þurfi að færa sig suður á bóginn í leit að annarri fæðu, en talið er að þá muni þeir mæta mótspyrnu frá skógarbjörnum (þá sérstaklega frá svokölluðum grisslíbjörnum – Ursus arctos horribilis)

Tölvumynd af hauskúpu ísbjarnar, samkvæmt greiningu Slater o.fl.

Til að kanna hvernig sú samkeppni gæti orðið, þá gerðu vísindamennirnir þrívíddarlíkan af hauskúpu ísbjarnar og skógarbjarnar. Líkt var eftir biti þeirra, þ.e. hversu sterk hauskúpan er og bitkraftur þeirra. Það kom í ljós að báðar tegundirnar bíta mjög fast – en aftur á móti er hauskúpa ísbjarna mun veikari. Því er talið að ísbirnir muni tapa í samkeppninni við skógarbirni við hlýnandi veðurfar – þ.e. þegar þessar tegundir þurfa að berjast um fæðu við sömu umhverfisaðstæður, en samkvæmt rannsókninni þá er talið líklegt að ísbirnir  séu ekki nógu sveigjanlegir og of aðlagaðir núverandi aðstæðum.

Ef skoðuð er tímalína þróunar, þá er talið að ísbirnir hafi þróast frá skógarbjörnum frekar nýlega og þessar tegundir eru nokkuð skildar. Talið er að þær hafi aðskilist fyrir 500-800 þúsund árum síðan. Þrátt fyrir það þá er líffræði þeirra – sérstaklega hauskúpa og tennur ólíkar, væntanlega út af umhverfisaðstæðum og mismun í fæðuvali.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér, Slater o.fl. 2010 – Biomechanical Consequences of Rapid Evolution in the Polar Bear Lineage

Umfjöllun á heimasíðu UCLA: Biologists report more bad news for polar bears

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál