Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Þegar rætt er um hokkíkylfuna, þ.e. í umræðu um loftslagsbreytingar, þá er verið að meina línurit sem sýnir hitastig Jarðar út frá veðurvitnum (e. proxy records)  síðustu þúsund ár eða svo (Mann o.fl. 1998). Hin mikla hlýnun í seinni tíð er þá líkt við boginn kylfuendan. En það má finna fleiri hokkíkylfur þegar skoðuð eru gögn um loftslagsbreytingar. Línurit sem sýnir styrk CO2 sem menn hafa losað út í andrúmsloftið, þá mest við bruna jarðefnaeldsneytis, hefur lögun sem minnir um margt á hokkíkylfu ef skoðuð eru síðastliðin 1000 ár.

Heildar árleg losun CO2 út í andrúmsloftið (Boden o.fl. 2009)

Hin mikla aukning í losun CO2 út í andrúmsloftið jafnast á við aukninguna í styrk CO2 í andrúmsloftinu, sem nú hefur náð styrk sem ekki hefur sést hér á Jörðu í 2 milljónir ára (Tripati o.fl. 2009).

Styrkur CO2 í andrúmsloftinu, úr ískjarna Law Dome, Austur Suðurskautinu (græn lína - Etheridge o.fl. 1998) og beinar mælingar frá Mauna Loa Hawaii (Fjólublá lína - Tans 2009).

Geislunarálag loftslags (e. Climate forcing) er mælikvarði á breytingu í orkubúskap Jarðar – hvernig hiti minnkar eða eykst í loftslaginu. Ýmislegt getur orðið þess valdandi að þetta álag breytist, líkt og breytingar í sólvirkni, örður (smáar agnir í lofthjúpi Jarðar – t.d. frá eldfjöllum), breytingar í sporbraut Jarðar og styrkur CO2. Síðastliðin 1000 ár þá hafa stærstu þættir í breytingu geislunarálagsins verið breytingar í v irkni Sólar, örðum og CO2. Þegar þessir þættir eru settir saman þá fæst kunnuglegt form:

Sameiginlegt geislunarálag frá sólvirkni, CO2 og örðum - geislunarálag vegna eldvirkni var sleppt (Crowley 2000).

Þessi mynd sýnir okkur að hiti hefur verið að safnast fyrir á Jörðinni undanfarna rúma öld. Það sést líka vel ef skoðað er hitastig út frá veðurvitnum síðastliðin 1000 ár:

Hitastig á Norðurhveli Jarðar út frá veðurvitnum (blá lína - Moberg o.fl. 2005) og yfirborðshitamælingar frá 1850 á Norðurhveli Jarðar (rauð lína, 5 ára meðaltal - HadCRUT)

Á síðastliðnum áratug hafa ýmsar óháðar rannsóknir á hitastigi síðastliðna þúsund ára litið dagsins ljós. Þær rannsóknir hafa notað ýmis ótengd gögn og með ýmis konar úrvinnslu gagnanna.

Ýmis línurit sem sýna hitastig á Norðurhveli Jarðar síðastliðin þúsund ár, út frá veðurvitnum (Mann o.fl. 2008).

Allar þessar hokkíkylfur sýna svipaða mynd – við mennirnir erum að valda umtalsverðri og skjótri röskun á loftslagi Jarðar.

Heimildir og ítarefni

Unnið upp úr handbókinni Guide to Skeptism eftir John Cook á Skeptical Science

Mann, M., Bradley, R. og Hughes, M. (1998), Global-Scale Temperature Patterns and Climate Forcing Over the Past Six Centuries, Nature, 392:779-787

Boden, T.A., G. Marland, og R.J. Andres. (2009). Global, Regional, and National Fossil-Fuel CO Emissions. Carbon Dioxide Information Analysis Center, Oak Ridge National Laboratory, U.S. Department of Energy, Oak Ridge, Tenn., U.S.A. doi 10.3334/CDIAC/00001

Tripati, A. K., Roberts, C. D. og Eagle, R. A., (2009), Coupling of CO and ice sheet stability over major climate transitions of the last 20 million years. Science 326 (5958), 1394-1397.

Etheridge, D.M., Steele, L.P., Langenfelds, R.J., Francey, R.L., Barnola, J.- M. og  Morgan, V.I. (1998), Historical CO records from the Law Dome DE08, DE08-2, and DSS ice cores. In Trends: A Compendium of Data on Global Change. Carbon Dioxide Information Analysis Center, Oak Ridge National Laboratory, U.S. Department of Energy, Oak Ridge, Tenn., U.S.A.

Tans, P., (2009), Trends in Atmospheric Carbon Dioxide – Mauna Loa,NOAA/ESRL. www.esrl.noaa.gov/gmd/ccgg/trends

Crowley, T.J., (2000), Causes of Climate Change Over the Past 1000 Years, IGBP PAGES/World Data Center for Paleoclimatology Data Contribution Series #2000-045.  NOAA/NGDC Paleoclimatology Program, Boulder CO, USA.

Moberg, A., o.fl. (2005), 2,000-Year Northern Hemisphere Temperature Reconstruction. IGBP PAGES/World Data Center for Paleoclimatology Data Contribution Series # 2005-019. NOAA/NGDC Paleoclimatology Program, Boulder CO, USA.

HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850. http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/index.html

Mann, M., Zhang, Z., Hughes, M., Bradley, R., Miller, S., Rutherford, S. og Ni, F. (2008), Proxy-based reconstructions of hemispheric and global surface temperature variations over the past two millennia, Proceedings of the National Academy of Sciences , 105(36):13252-13257

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál