Nýtt myndband úr smiðju Potholer54 þar sem hann tekur fyrir glænýja mýtu sem er þó komin á fulla ferð í netheimum, sérstaklega Vestanhafs, þeir eru jú oft fljótir til á þeim slóðum 😉
En samkvæmt mýtunni þá hefur komið fram, í nýlegri rannsókn NASA, að hitastig muni aðeins hækka um 1,64°C við tvöföldun CO2 og að það muni taka um 200 ár að ná því hitastigi…já, en ekki höfum við nú samt heyrt um þetta í alvöru fréttum – kannski það sé eitthvað samsæri í gangi..? Lýsing Potholer54 á myndbandinu er eftirfarandi:
Í síðustu viku birtist rannókn vísindamanna hjá NASA GISS sem leiddi til æsifengina yfirskrifta um það að Jörðin muni aðeins hlýna um í mesta lagi 1,64°C á um tveimur öldum. Hljómar þetta of vel til að vera satt? Að sjálfsögðu er það svo.
Ég hef sett þetta myndband saman skjótar en ég venjulega, þar sem þessi mýta hefur nú þegar orðið að einskonar veiru. En gallarnir á þessari mýtu eru svo augljósir að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér afhverju fólk sem vill kalla sig “efasemdarmenn” hefur ekki meiri efasemdir en svo að það aflar ekki einu sinni grun heimilda varðandi staðreyndir.
En þetta er svo gott dæmi um gagnrýnislausa hugsun sumra þeirra sem “efast” um loftslagsvísindin og um hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa að það er næstum grátlegt.
Tengt efni á loftslag.is:
- Póstpoki Potholer54
- Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- 32.000 sérfræðingar
- Al Gore gegn Durkin
- Fleiri myndbönd Potholer54
- Myndbönd eftir Greenman3610
Leave a Reply