NASA – Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga

Nóvember s.l. var hlýjasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga samkvæmt tölum frá NASA GISS. Einnig var tímabilið desember 2009 til nóvember 2010 það hlýjasta samkvæmt sömu tölum, sjá myndina hér undir.

Hér undir má svo sjá hvernig hitafrávikin á heimsvísu voru fyrir mánuðinn. Þrátt fyrir kulda, m.a. í hluta Evrópu, þá mælist hitastigið í hæstu hæðum, en eins og sjá má er hitastig nokkuð hátt í norðurhluta Asíu svo og í Alaska og Kanada í mánuðinum og hefur það haft áhrif á niðurstöðuna.

Það er því enn opið fyrir að árið endi sem það hlýjast síðan mælingar hófust, samkvæmt NASA, sjá vangaveltur varðandi þann möguleika í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.