Eru jöklar að hopa eða stækka?

Röksemdir efasemdamanna…

Stundum heyrist að jöklar séu að stækka (í framrás) víða um heim. Sums staðar í Himalaja fjöllunum séu jöklar að stækka og svipaða sögu megi segja af nokkrum jöklum í Alaska og Noregi.

Það sem vísindin segja…

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.

Vegna þess hversu viðkvæmir jöklar eru fyrir breytingum í hitastigi þá veita þeir góðar vísbendingar um áhrif hnattrænnar hlýnunar. Massajafnvægi jökla er mælt með mismunandi aðferðum. Beinar jöklafræðilegar aðferðir eru t.d. stikur, snjógryfjur og snjókannar. Þau gögn eru gerð af ýmsum jöklafræðistofnunum og safnað saman af  World Glacier Monitoring Service (WGMS).

Á tímabilinu 1946–2005, þá hefur WGMS mælt um 228 jökla. Til að byrja með voru einungis nokkrir jöklar mældir. Með tíð og tíma hefur athugunum fjölgað víða um heim. Þeim hefur verið bætt við gagnagrunninn nú fæst góð mynd af massajafnvægi jökla hnattrænt séð. Bestu mælingarnar hafa staðið yfir í langan tíma. Það eru um 30 jöklar á 9 mismunandi stöðum heims sem hafa verið mældir stanslaust frá árinu 1976 (11 af þeim hafa verið mældir aftru til 1960 og fyrr). Þeir jöklar eru notaðir sem “viðmiðunarjöklar”. Mynd 1 sýnir heildar fjölda jökla sem mældir hafa verið frá árinu 1946. Svartar og gráar súlur sýna viðmiðunarjökla.

Mynd 1: Mældir jöklar frá árinu 1946 til 2006 (Zemp o.fl. 2009).

En hvað sýna mælingar á þessum jöklum? Í næstu töflu má sjá massajafnvægi einstakra jökla fyrir árin 2002 og 2003. Neikvæðar tölur þýða að jöklar séu að hopa. Með því að skoða gögn fyrir þessi ár þá sjáum við að einstaka jökull er að stækka. Hins vegar er það svo að ef menn skoða eingöngu þá jökla þá er verið að mála frekar misvísandi mynd af stöðunni. Mikill meirihluta jökla eru að hopa, en auk þess þá hopa jöklar sífellt hraðar.

Mynd 2:Massajafnvægi jökla 2002 (blá súla) og 2003 (rauð súla).

Hvað með langtímaleitni í massajafnvægi jökla, hnattrænt séð? Það eru ýmsar aðferðir til að reikna út hnattrænar tölur fyrir massajafnvægi jökla. Ein leiðin er að nota meðaltal þessa 30 viðmiðunarjökla. Önnur aðferð er að reikna út hlaupandi meðaltal allra jökla sem upplýsingar eru til um. Báðar aðferðirnar eru sýnar á mynd 3. Appelsínugula línan sýnir meðal massabreytingu hinna 30 viðmiðunarjökla, en bláa línan sýnir tölur fyrir alla jöklana.

Mynd 3: Línurit sem sýnir uppsafnað massajafnvægi fyrir alla mælda jökla (blá lína) og fyrir hina 30 viðmiðunarjökla (appelsínugul lína). (WGMS 2008).

Báðar aðferðirnar sýna sambærilega niðurstöðu (ef allir jöklar eru notaðir þá er neikvæða massajafnvægið lítillega meira en ef eingöngu eru notaðir viðmiðunarjöklarnir). Jöklarnir sýna töluvert massatap á fyrsta áratugnum eftir 1945. Athugið þó að á þeim tíma voru ekki margir jöklar sem voru mældir og því er ekki beinlínis um hnattrænar tölur fyrstu áratugina. Bráðnunin hægir á sér fram til ársins 1970 og á því ári var jafnvægi á jöklunum, sem bendir til þess að breyting í massa í lok aldarinnar séu vegna hlýnunar eftir 1970 (Greene 2005).

Eftir 1975, þá heldur massatap jöklanna áfram og hefur aukist stanslaust fram til dagsins í dag. Massatap frá árinu 1996-2005 er meira en tvöfallt meira massatap en áratugarins þar á undan (1986-1995) og fjórum sinnum meira en áratugarins þar á undan (1976-1985).

Þegar handvaldir eru örfáir jöklar til að halda því fram að jöklar séu almennt að stækka, þá er verið að villa um fyrir fólki og fela hina raunverulegu leitni hvað varðar hop jökla. Ef gögnin eru skoðuð í stærra samhengi, þá sést að hnattrænt séð þá eru jöklar að hopa og af auknum hraða.

Heimildir og ítarefni

Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, en þar er vísað í þessar heimildir:

Greene 2005 (ágrip): A time constant for hemispheric glacier mass balance

WGMS 2008: Global Glacier Changes: facts and figures

Zemp o.fl. 2009: Six decades of glacier mass-balance observations: a review of the worldwide monitoring network

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál