Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 – 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Ítarefni: NASAexplorer – Hitastigið 2009 og Sólin; Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?; Sólvirkni og hitastig; Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar
Tekið af föstu síðunni, Helstu sönnunargögn hér á loftslag.is – þar sem sjá má fleiri sönnunargögn varðandi hlýnun jarðar.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hnattræn hlýnun á 12 mínútum
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Við minni virkni sólar
- Sólvirkni og hitastig
Leave a Reply