Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja

Einn af þeim stöðum sem eru að hlýna hvað hraðast er Alaska og miðja þess einna mest. Shannon McNeeleyh o.fl. (2011) skoða í nýrri rannsókn hversu viðkvæm samfélög frumbyggja geta verið gagnvart breytingum í kjölfar hlýnunar – í svokölluðu Koyukuk-Middle Yukon svæði.  Sérstaklega var skoðað hvernig hlýnun Jarðar hefur áhrif á getu frumbyggja til að veiða og þá sérstaklega elgi sem er ríkur partur af fæðu frumbyggja.

Síðastliðna áratugi hafa veiðmenn á svæðinu átt erfitt með að klára elgskvótann áður en veiðitímabilinu líkur. Veiðimenn svæðisins benda á hlýrri haust, auk breytinga í úrkomu og þar með grunnvatnsstöðu sem helstu ástæður þess að elgir hafa breytt hegðun sinni.

Nútíma árstíðahjól frumbyggja Alaska (Mynd Shannon McNeeley).

Reynt var með rannsókninni að tengja saman reynslu veiðimanna og veðurfræðileg gögn af svæðinu. Í ljós kom að gögn um veður á svæðinu pössuðu nokkuð vel við reynslu veiðimanna, þ.e. að snemma um haustið (lok ágúst og byrjun september) þá var óvenju hlýtt. Það hafði áhrif á elgveiðarnar sem ljúka hvert ár í kringum 25. september.

Samfélög manna og vistkerfi svæðisins eru viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu. Litlar breytingar í árstíðabundnum sveiflum vegna hlýnunar, geta orðið til þess að auka á það álag sem fyrir er af öðrum völdum. Í þessu tilfelli valda hlýrri haust því að minna tími gefst fyrir frumbyggja að veiða elgi áður en veiðitímabilinu líkur og þar með minnkar fæðuöryggi þeirra.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun af heimasíðu NCAR og UCAR: Interior Alaska: Subsidence hunting in a warming world

McNeeley, S.M., and Shulski, M.D., “Anatomy of a closing window: Vulnerability to changing seasonality in Interior Alaska,” Global Environmental Change (2011), doi:10.1016/j.gloenvcha.2011.02.003

Hægt er að skoða doktorsritgerð Shannon McNeely á netinu, en þar má meðal annars fá frekari upplýsingar um árstíðahjólið á myndinni hér fyrir ofan:  SEASONS OUT OF BALANCE: CLIMATE CHANGE IMPACTS, VULNERABILITY, AND SUSTAINABLE ADAPTATION IN INTERIOR ALASKA

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál