Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum (þá mest rafvespum og rafmótorhjólum) á eftir að aukast gríðarlega á næstu árum, ef marka má nýja skýrslu um málið. Í henni er talið líklegt að fjöldi slíkra farartækja eigi eftir að fjölga úr 17 milljónum á þessu ári og upp í 138 milljónir fyrir árið 2017.
Tvíhjóla rafmagnsfarartæki, sem eru nú þegar mjög vinsæl í Asíu, munu fjölga við hækkandi verðs á olíu og bensíni, auk hvatningar frá yfirvöldum samkvæmt skýrslu Pike Research.
Kostir slíkra farartækja eru miklir fyrir marga notendur, þ.e. þau eru fyrirferðalítil auk lítils viðhalds og því óneitanlega hagkvæmur kostur fyrir borgarbúa. Markaður fyrir vespur er talin verða um sex sinnum stærri en rafmótorhjóla – en það verður þó misjafnt eftir heimshlutum. T.d. er talið að mótorhjól verði vinsælli í Bandaríkjunum og eflaust verður það svipað hjá okkur Íslendingum – en þau munu komast lengra og fara hraðar yfir.
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun af heimasíðu Pike Research: 138 Million Electric Motorcycles and Scooters to be on the Road Worldwide by 2017
Skýrsluna má nálgast hér (hægt er að nálgast Free Executive Summary með því að skrá sig inn): Electric Motorcycles and Scooters
Tengt efni á loftslag.is
Leave a Reply