Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).
Magn CO2 sem myndi losna er svipað og hefur nú þegar verið losað út í andrúmsloftið af mönnum frá því í byrjun iðnbyltingunnar samkvæmt höfundum.
Kolefni í freðinni jörð, í svokölluðum sífrera, mun ekki bara hafa áhrif á loftslagið sjálft, heldur einnig viðleitni manna til að draga úr loftslagsbreytingum – þar sem taka þarf með í reikninginn magnandi svörun vegna bráðnunar sífrera. Kolefnið kemur úr plöntuleifum sem nú eru frosin og hafa verið frosin í tugþúsundir ára. Frostið hefur varðveitt þennan lífmassa sem mun byrja að brotna niður við það að þiðna og losa kolefni út í andrúmsloftið.
Til að spá fyrir um hversu mikið af kolefni muni losna út í andrúmsloftið og hvenær, þá gerðu Schaefer og meðhöfundar líkan af þiðnun sífrerans og niðurbroti lífmassans sem nú er frosin – miðað við hugsanlegar sviðsmyndir hlýnunar samkvæmt IPCC. Samkvæmt þessum sviðsmyndum mun 29-59% sífrerans hverfa fyrir árið 2200 – við það myndi um 190 ± 64 gígatonn af kolefni losna út í andrúmsloftið. Sökum þess þá þurfa þjóðir heims að setja sér háleitari markmið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst – annars verður það sífellt erfiðara að koma í veg fyrir magnandi svörun sífrerans.-
Sjá myndband með viðtali við einn höfunda rannsóknarinnar, Kevin Schaefer:
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun um greinina ma lesa á heimasíðu háskólans í Colorado: Thawing permafrost will accelerate global warming
Greinin eftir Schaefer o.fl. 2011 má finna í tímaritinu Tellus: Amount and timing of permafrost carbon release in response to climate warming
Tengt efni á loftslag.is
- Metan úr sífrera Síberíu
- Metan og metanstrókar
- Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
- Visthæfar reykistjörnur eru sjaldgæfar
- Norðurskautsmögnunin
Leave a Reply