Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni

Að meðaltali losum við mennirnir jafngildi heildarársframleiðslu allra eldfjalla og jarðhitakerfa jarðar af koldíoxíð (CO2) á einungis 3-5 dögum. Þetta er niðurstaða yfirlitsgreinar um losun CO2 af völdum manna og eldvirkni (Gerlach 2011).

Það virðist algengur misskilningur meðal almennings, en þó sérstaklega meðal efasemdamanna um hnattræna hlýnun af mannavöldum, að styrkur CO2 í andrúmsloftinu ráðist að mestu af eldvirkni. Svo er ekki. Á undanförnum áratugum hefur losun manna á CO2 aukist upp í að vera hundraðfalt meira en losun á CO2 vegna eldvirkni (mynd 1):

Losun manna á CO2 samanborið við eldvirkni. Losun manna er nú á bilinu 80-200 sinnum meira á ári en er af völdum eldvirkni (Gerlach 2011).

Þær greinar sem Gerlach yfirfór sýna áætlun um losun vegna eldvirkni á CO2 á nokkuð breiðu bili – þar sem minnsta losunin er áætluð eingöngu um einn tíundi gígatonn og upp í hálft gígatonn. Til samanburðar þá notaði Gerlach tölur í kringum fjórðung úr gígatonni sem miðgildi (þ.e. 0,26 gígatonn með öryggisbilið 0,18-0,44 gígatonn). Til samanburðar þá var losun manna um 35 gígatonn á síðasta ári.

Gerlach telur að losun manna á CO2 geti jafnvel verið hraðara nú en í stærstu eldgosum fortíðar, en Gerlach segir (lauslega þýtt):

Risaeldgos (supereruptions) eru mjög sjaldgæf og gerast að meðaltali á 100-200 þúsund ára fresti; ekkert slíkt eldgos hefur orðið á nútíma, en nýlegasta dæmið er Toba eldgosið fyrir 74 þúsund árum í Indónesíu og í Yellowstone öskjunni í Bandaríkjunum fyrir 2 milljónum ára.

Jarðvísindamenn eru sífellt að leita leiða til að bæta tölur og minnka óvissu um magn þess CO2 sem kemur t.d. vegna neðansjávareldvirkni og jarðhitakerfa. Þrátt fyrir óvissu þar um, þá sýnir mynd 1 greinilega að losun á CO2 vegna eldvirkni og jarðhitakerfa hnattrænt séð – er töluvert minni en losun manna.

Heimildir og ítarefni

Greinina eftir Gerlach (2011) má lesa í EOS: Volcanic Versus Anthropogenic Carbon Dioxide

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu AGU: Human Activities Emit Way More Carbon Dioxide Than Do Volcanoes og á Open Mind: Volcanic CO2

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

Tags: ,

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál