“Við erum á leið inn í litla ísöld!!” – Jahérna, getur það nú verið…lítum á vísindin…

Enn eitt snilldar myndbandið frá Potholer54, en hann lítur hlutina gagnrýnum augum og leyfir sér að efast um fullyrðingar sem settar eru fram án frekari rökstuðnings. Gagnrýnislausar fullyrðingar eru einmitt kennimerki þeirra sem afneita vísindum, en vilja þó láta kalla sig “efasemdamenn”… Jájá, en hvað er til í fullyrðingum sem hafa m.a. tröllriðið sumum fjölmiðlum (vonandi þó ekki íslenskum) um að “við séum á leið inn í nýja litla ísöld”…tja, hvernig ætli sé best að rannsaka svona fullyrðingar? Potholer54 tekur sig yfirleitt til og les með athygli fréttir og tilvísanir sem eru í fréttum um svona mál og skoðar svo vísindalegan bakgrunn fullyrðinganna… Hans eigin lýsing á myndbandinu er eftirfarandi (í lauslegri þýðingu):

Áður en þú trúir hverju því sem stendur í fjölmiðlum, ættirðu að athugaðu heimildir þeirra fyrir kjánalegum fullyrðingum, eins og einni sem hefur sést að undanförnu. Einnig væri ráð að finna út úr því hvað vísindamenn eru RAUNVERULEGA að segja um meinta smá ísöld á næstunni.

En höfum ekki fleiri orð um þetta, sjón er sögu ríkari:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.