Dr. Jeff Masters um öfga í veðri

Einn þekktasti  veðurfræðingur heims, Dr. Jeff Masters  á Weather Underground– tók saman nýlega ítarlegt yfirlit yfir öfga í veðri árið 2010 og það sem af er þessa árs. Þar má meðal annars sjá lista yfir veðurmet – hita og úrkomu.  Að hans sögn þá eru þetta mestu öfgar í veðri frá því mælingar hófust og miðað við þekkingu manna á loftslagsbreytingum þá sé þetta rétt að byrja.

Hann segir meðal annars (lauslega þýtt):

Á hverju ári er óvenjulegt veður einhvers staðar á jörðinni. Met sem hafa staðið í áratugi falla. Flóð, þurrkar og stormar hafa áhrif á milljónir manna og óvenjulegt veður í sögu manna getur orðið. En þessi rússibanaferð öfgafulls veðurs árið 2010 hefur, að mínu mati, gert það ár að óvenjulegasta ári frá því áreiðanleg hnattræn gögn um efri lofthjúp jarðar (e. global upper-air data) voru fáanleg í lok fimmta áratugsins. Aldrei á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem veðurfræðingur hef ég orðið vitni að ári líku 2010 – hinn ótrúlegi fjöldi veðurhamfara og óvenjulegar sveiflur í vindafari jarðar er ólíkt öðru sem ég hef séð.

Í yfirliti hans er þetta markverðast fyrir árið 2010 að hans mati:

  • Heitasta ár jarðar frá því reglulegar mælingar hófust (í lok 19. aldar)
  • Öfgafyllsta vindakerfi norðurskauts – fyrir vikið óvenjuöfgafullur vetur sérstaklega í norðurhluta Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna
  • Hafís norðurskautsins: lægsta rúmmál í sögu mælingaa og þriðja lægsta útbreiðsla
  • Met í bráðnun Grænlandsjökuls og óvenjulega stór borgarísjaki losnaði
  • Önnur mesta sveifla frá El Nino og yfir í La Nina
  • Annað versta ár í bleikingu kóralla (e. coral bleaching)
  • Blautasta árið yfir landi
  • Hitabeltisskógar Amazon lentu í annað skipti á fimm árum, í þurrki sem á ekki að verða nema á 100 ára fresti
  • Minnsta virkni hitabeltislægða frá því mælingar hófust
  • Óvenjuvirkt fellibyljatímabil í Atlantshafi, þriðja virkasta
  • Í Suður Atlantshafi myndaðist fellibylur – sem er mjög sjaldgæft
  • Öflugasti stormur í sögu suðvestur Bandaríkjanna
  • Öflugasti stormur fjarri strandríkjunum í sögu Bandaríkjanna
  • Veikasti monsúntími í austur Asíu og síðastur að enda
  • Engin monsúnlægð í suðvestur monsún Indlands – í annað skipti í 134 ár
  • Flóðin í  Pakistan: verstu náttúruhamfarir í sögu Pakistan
  • Hitabylgjan í Rússlandi og þurrkar: mannskæðasta hitabylgja í sögu mannkyns
  • Úrhellisrigningar í Ástralíu valda mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu
  • Mesta úrhelli í sögu Kólumbíu valda verstu flóðahamförum í sögu þess
  • Úrhelli varð með samsvarandi flóði í Tennessee Bandaríkjunum, sem tölfræðilega verða bara einu sinni á þúsund ára fresti

Heimildir og ítarefni

Bloggfærsla Dr. Jeff Masters: 2010 – 2011: Earth’s most extreme weather since 1816?

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál