Hækkandi hitastig mun valda því að ræktendur hágæðavínviðja í Kaliforníu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum munu lenda í vandræðum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Stanford Háskóla gerðu.
Í rannsókninni kemur fram að útlit sé fyrir að landsvæði sem nothæft verður til að framleiða hágæða vínvið í Kaliforníu mun minnka um 50% vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessi rannsókn er unnin í kjölfar annarar rannsóknar þar sem spár bentu til að 81 prósent svæða sem framleiða hágæða vínvið myndu ekki henta til þess í lok aldarinnar.
Önnur svæði eru talin geta tekið við hluta af þeirri framleiðslu, t.d. í Oregon og Washington. Þrjátíu ár eru skammur tími í landbúnaði og því ljóst að víngerðarmenn í Bandaríkjunum þurfa að halda vel á spöðunum ef framleiðsla á ekki að dragast saman.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í Environmental Research Letters og eftir Diffenbaugh o.fl. 2011: Climate adaptation wedges: a case study of premium wine in the western United States
Ítarleg umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Stanford Háskóla: Global warming’s Impact on Premium Wine
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar með augum bænda
- Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun
- Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar
- Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
Leave a Reply