Samhengi hlutanna – Ístap Grænlandsjökuls

Endurbirting

Oft er gott að fá samhengi í hlutina. Það er hægt að gera með því að bera hlutina sjónrænt við eitthvað sem við teljum okkur þekkja. Stundum vill það verða þannig að gögnin og tölfræðigreiningarnar skyggja á stærðarsamhengið. Gott dæmi um þetta er sá massi sem Grænlandsjökull missir á ári hverju. Þegar vísindamenn ræða um massatap Grænlandsjökuls er oftast talað um gígatonn. Eitt gígatonn er einn milljarður tonna. Til að gera sér þetta í hugarlund, þá er gott að hafa það í huga að 1 gígatonn er u.þ.b. “1 kílómeter x 1 kílómeter x 1 kílómeter”, (reyndar aðeins stærra í tilfelli íss, ætti að vera 1055 m á hvern veg). Til að gera sér í hugarlund hvað 1 gígatonn er þá skullum við bera það saman við hina frægu Empire State byggingu:

Hversu mikið er massatapið á Grænlandsjökli? Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009). Á árunum 2002 og 2003 var tap í ísmassa Grænlandsjökuls u.þ.b. 137 gígatonn á ári.

En massatap Grænlandsjökuls hefur meira en tvöfaldast á innan við áratug. Hraði massatapsins á tímabilinu 2008 til 2009 var um 286 gígatonn á ári.

Þetta er skýr áminning um það að hlýnun jarðar er ekki bara tölfræðilegt hugtak, sett saman á rannsóknarstofum, heldur hefur raunveruleg áhrif.

Þessi færsla er lausleg þýðing af þessari færslu á Skeptical Science.

Tengt efni á Loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.