Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Þegar rætt er um hokkíkylfuna er verið að tala um línurit sem sýnir hitastig jarðar út frá veðurvitnum síðustu þúsund ár eða svo [35]. Hin auknu hlýindi í seinni tíð er þá líkt við boginn kylfuendann. En það má finna fleiri hokkíkylfur þegar skoðuð eru gögn um loftslagsbreytingar. Línurit sem sýnir magn losunar CO2 af mannavöldum, þá mest vegna bruna jarðefnaeldsneytis, hefur lögun sem minnir um margt á hokkíkylfu ef skoðuð eru síðastliðin 1000 ár.

Árleg heildar losun CO2 (milljarðar tonna) - (11)

 

Hin mikla aukning losunar CO2, jafnast á við aukinn styrk CO2 í lofthjúpnum, sem nú hefur náð styrk sem ekki hefur verið hér á jörðu í a.m.k. tvær milljónir ára [14].

Styrkur CO2, úr ískjörnum Law Dome, Austur Suðurskautinu (græn lína -36) og beinar mælingar frá Mauna Loa Hawaii (fjólublá lína -37).

Geislunarálag loftslags er mælikvarði á breytingu í orkubúskap jarðar: hvernig varmi eykst eða minnkar í kerfinu. Ýmislegt getur orðið þess valdandi að álagið breytist, líkt og breytingar í sólvirkni, örður (smáar agnir í lofthjúpi jarðar: t.d. frá eldfjöllum), breytingar í sporbraut jarðar og styrkur CO2. Síðastliðin 1000 ár hafa stærstu þættir í breytingu geislunarálagsins verið breytingar í virkni sólar, örðum og CO2. Þegar þessir þættir eru settir saman fæst kunnuglegt form.

Sameiginlegt geislunarálag frá sólvirkni, CO2 og örðum. Skammtíma geislunarálag vegna eldvirkni er ekki haft með (38)

 

Þetta sýnir að varmi hefur safnast fyrir á jörðinni að undanförnu. Samskonar hlýnun má sjá:

Hitastig á norðurhveli jarðar út frá veðurvitnum (blá lína - 39) og yfirborðshitamælingar frá 1850 á norðurhveli jarðar (rauð lína, 5 ára meðaltal -21)

Á síðastliðnum áratug hafa birst ýmsar óháðar rannsóknir á hitastigi síðastliðinna þúsund ára. Þær rannsóknir hafa notað ýmiskonar gögn og margskonar úrvinnsluaðferðir á gögnum [40].

 

Ýmis línurit sem sýna hitastig á norðurhveli jarðar síðastliðin þúsund ár, út frá veðurvitnum. (40).

Allar þessar hokkíkylfur segja ákveðna mótsagnalausa sögu: mannfólkið hefur valdið umtalsverðri og skjótri röskun á loftslagi jarðar.

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir  síðar.

Heimildir og ítarefni

11. Boden o.fl. 2009: Global, Regional, and National Fossil-Fuel CO Emissions.

14. Tripati o.fl. 2009: Coupling of CO and ice sheet stability over major climate transitions of the last 20 million years.

21. HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850.

35. Mann o.fl. 1998: Global-Scale Temperature Patterns and Climate Forcing Over the Past Six Centuries.

36. Etheridge o.fl. 1998: Historical CO records from the Law Dome DE08, DE08-2, and DSS ice cores. In Trends: A Compendium of Data on Global Change

37. Tans 2009: Trends in Atmospheric Carbon Dioxide – Mauna Loa, NOAA/ESRL.

38. Crowley 2000: Causes of Climate Change Over the Past 1000 Years.

39. Moberg o.fl. 2005: 2,000-Year Northern Hemisphere Temperature Reconstruction.

40. Mann o.fl. 2008: Proxy-based reconstructions of hemispheric and global surface temperature variations over the past two millennia.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál