Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.
Fingraför mannkyns #5, meiri varmi endurkastast niður að jörðu aftur
Við aukin gróðurhúsaáhrif ættum við að sjá aukningu í endurkasti innrauðrar geislunar til jarðar frá lofthjúpnum. Þetta hefur verið mælt með beinum hætti. Við grandskoðun á litrófi endurgeislunar frá lofthjúpi niður til yfirborðs er hægt að finna út hversu mikil hlýnun orsakast af hverri gróðurhúsalofttegund. Út frá þeim mælingum er hægt að gera eftirfarandi ályktun:
„Niðurstöður þessara mælinga ættu í raun að gera að engu rök efasemdamanna um að ekki séu til beinar mælingar sem sýna tengsl milli gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum og hnattrænnar hlýnunnar.” [8]
Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.
Heimildir og ítarefni
8. Evans og Puckrin 2006 (ágrip): Measurements of the Radiative Surface Forcing of Climate.
43. Wang og Liang 2009 (ágrip): Global atmospheric downward longwave radiation over land surface under all-sky conditions from 1973 to 2008.
Tengt efni á loftslag.is
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld?
- Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
- Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
Leave a Reply