Leysing Grænlandsjökuls árið 2011

Eins og flestir vita þá er Grænland hulið ís að mestu leiti. Á veturna hylur snjór Grænland, en á sumrin eftir leysingar koma í ljós jaðrar Grænlands – þar sem há fjöll og klettótt rísa upp úr jöklinum og jökulstraumar renna út í firðina.  Undanfarinn áratug hefur þessi leysing aukist töluvert. Leysingavatn rennur í stríðum straumum um jöklana og niður í hann, eins og vísindamenn urðu vitni að fyrr á þessu ári:

Samkvæmt skýrslu NOAA um leysingu Grænlands, þá sló leysingin 2011 ekki metið frá árinu 2010 – en hún var samt nokkuð yfir langtíma meðaltali. Kortið hér fyrir neðan sýnir glögglega hvar yfirborðsleysing var meiri (appelsínugult) og minni (blátt) en meðaltal (í dögum), samkvæmt gervihnöttum.

Fjöldi leysingadaga á Grænlandi 2011 samanborið við meðaltal (mynd NOAA).

Það fer eftir hvaða nálgun er notuð í gagnavinnslunni hvort leysing árið 2011 var þriðja eða sjötta mesta frá því gervihnattamælingar byrjuðu árið 1979.  Eins og sést á myndinni þá stóð leysing yfir sérstaklega lengi á suðvestanverðri bungunni. Sums staðar varði þessi leysing 30 dögum lengur en meðaltal. Í þriðja skiptið frá árinu 1979 var leysingin á meira en 30% af yfirborði Grænlandsjökuls.

Bláu punktarnir við jaðrana sýna villu sem er vegna mikilla leysinga. Snjórin hverfur þar gjörsamlega og jökulísinn stendur ber eftir og gervihnettirnir ná ekki að gera greinarmun á vatni og jökli þar sem snjólaust er. Vísindamenn vita þrátt fyrir það, með því að mæla aðstæður á þessum svæðum, að þessi jaðarsvæði eru líka að bráðna.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun í Earth Observatory NASA: 2011 Greenland Melt Season: Image of the day

NOAA skýrsla um Norðurskautið: Highlights of the 2011 Arctic Report Card

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál