Nú um daga er vinsælt að skella sér í 3D bíó. En 3D (alla vega hugtakið 3D) er einnig komið á kort vísindamanna varðandi sólarorku. Vísindamenn við MIT (Massachusetts Institute of Technology) telja að með því að skipta út flötum sólarpanilum fyrir þrívíða uppbyggingu panilanna, þá sé hægt að ná allt að 20 sinnum meiri skilvirkni í sólarsellunum. Í tilraunum rannsakenda kom í ljós að einskonar þrívíð uppbygging á sólarsellum varð til þess að jafnvel sólarljós sem barst við minni vinkil nýttist betur og að endurspeglun í kerfinu hjálpaði til við að fanga sólarljósið. Uppbyggingin getur einnig tvöfaldað þann tíma sem hámarks afköst nást. Vísindamennirnir segja að smávægilega endurbætt kerfi með kassalaga sellum sem standa upp úr panilunum (ekki alveg 3D) geti aukið afkastagetuna um allt að 3,8 sinnum, miðað við flata panila. Þrátt fyrir að flóknari bygging leiði til dýrari panila, þá segir Marco Bernardi, einn rannsakenda, að aukin afkastageta vinni upp á móti þeim kostnaði.
Heimildir:
- How 3-D Photovoltaics Could Revolutionize Solar Power
- Solar Energy Generation in Three Dimensions
- MIT STUDY SHOWS LARGE POTENTIAL OF 3D SOLAR ENERGY GENERATION
Tengt efni á loftslag.is:
- Að fanga hita sólar
- Sólarorkuver í Ohio
- Vindorka | Ný tækni – Vindstilkar
- Sólarorka | Heliotrope húsið
- Stærsta sjávarfalla raforkuver heims
Leave a Reply