Í nýlegri “upplýsinga” herferð hinna hörðu loftslags afneitunarsamtaka Heartland Institute í Chicago var þeim sem aðhyllast það að jörðin sé að hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsaloftegundum líkt við ógnvaldinn Ted Kaczynski (einnig þekktur sem “Unabomber”). Heartland samtökin höfðu keypt auglýsingaskilti í Chicago þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram: “Ég trúi enn á hnattræna hlýnun. En þú?” og svo var höfð mynd af Ted Kaczynski með. Það virðist vera að Heartland Institute hafi þarna farið yfir strikið, þannig að meira að segja einhverjir af þeirra stuðningsmönnum hafi verið misboðið og hætt stuðningi við samtökin. Þess má geta að skýrslur og efni frá Heartland Institute (og ýmisa áhangenda Heartland) hefur meðal annars ratað inn í BS ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason sem er mikill “efasemdamaður” um hnattræna hlýnun og reyndar líka um aldur jarðar (4ja síðasta athugasemd). Stórmerkilegt að þær heimildir skuli hafa fengið að fljóta með í þá ritgerð…og leitt til útskriftar í kjölfarið.
Jæja, en hvað um það, Heartland Institute varð að draga auglýsingaherferðina til baka og koma með yfirlýsingu á heimasíðu sinni. Ekki batnaði málið við það, þar sem þeim tókst að orða það sem svo að mest áberandi talsmenn hnattrænnar hlýnunar væru ekki vísindamenn – heldur væru þeir morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar!
Persónulega vil ég þakka Heartland fyrir að sýna sitt rétta andlit og þar með niðurfært allan sinn málflutning í gegnum tíðina. Ég vona að heimildir frá þeim hætti að dúkka upp í háskólaritgerðum eða í umræðum um þessi mál í framtíðinni – enda um grímulausan áróður að ræða sem ekkert hefur með veruleikann að gera.
Peter Sinclair tekur þetta mál fyrir í þessu stórgóða myndbandi þar sem ýmsir virtir vísindamenn og opinberir aðilar gera hnattræna hlýnun af mannavöldum að umtalsefni…ekki er hægt að segja að þar sé um að ræða morðingja, ógnvalda eða vitleysinga…en sjón er sögu ríkari:
Meira lesefni:
- Margaret Thatcher, Others: Neither ‘Murderers, Tyrants, nor Madmen’
- The Guardian – Heartland Institute facing uncertain future as staff depart and cash dries up
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar – þekkingin árið 1982
- Micheal Mann: Hokkíkylfan og orustan um loftslagið
- Vísindi í gapastokk
- TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
- Carl Sagan frá 1990 um hnattræna hlýnun
- Andlát loftslagsvísindamanns
Leave a Reply