Í fyrsta skipti í sögu mannkyns* hefur styrkur CO2 í andrúmsloftinu mælst yfir 400 ppm á Norðurskautinu í heild, en í fyrra fóru mælingar á styrk CO2 við Stórhöfða yfir það mark. Hnattrænt er styrkurinn nú um 395 ppm, en mikil árstíðasveifla er milli norður- og suðurhvels. Talið er að hnattrænt muni styrkurinn ná 400 ppm í kringum árið 2016.
Árstíðasveiflan stafar af því að þegar plöntur vaxa að sumarlagi draga þær CO2 úr loftinu en þegar þær falla á haustin og rotna skila þær CO2 til baka. Ástæða þess að árstíðasveifla CO2 er meiri eftir því sem norðar dregur er einfaldlega sú, að á norðurhveli eru stærri landsvæði með gróðurþekju. Styrkur CO2 á Norðurskatuinu nær því venjulega hámarki á vorin, áður en gróður fer að taka við sér, en er svo í lágmarki á haustin áður en rotnun hefst.
Fyrir iðnbyltinguna var CO2 í kringum 280 ppm og því hefur styrkurinn aukist um sirka 40 %.
*Reyndar er alltaf miðað við síðastliðin 800 þúsund ár eða eins langt aftur og hægt er að mæla CO2 í ískjörnum. Enn lengra er síðan talið að styrkur hafi verið jafn hár og hann er orðinn nú.
Heimildir og ítarefni
NOAA: Carbon dioxide levels reach milestone at Arctic sites
Tengt efni á loftslag.is
- Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
- Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010
Bingó! Þar kom að því. Bráðum fer allt til fjandans, fólk og fé.
Bingó! Þar kom að því. Bráuðum fer allt til fjandans, fólk og fé.
Þið meinið líklega norðurhvel en ekki norðurskaut 🙂
Nei, við þýðum Arctic sem Norðurskautið – oftast nær 🙂