Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir “efasemdamenn” að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) – enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla “global warming hoax”). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.
Eftirfarandi lýsing á myndbandinu er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing – sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):
Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.
Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu.
Tengt efni á loftslag.is:
- Miðaldaverkefnið – umfjöllun af loftslag.is um eina heimild efasemdamanna varðandi miðaldahlýnunina
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?
- “Við erum á leið inn í litla ísöld!!” – Jahérna, getur það nú verið…lítum á vísindin…
- Enn fleiri myndbönd frá Potholer54
Leave a Reply