Opinbert met – Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni – 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

Nýtt met í útbreiðslu hafíss var opinberlega staðfest af NSIDC í dag (Arctic sea ice extent breaks 2007 record low). Útbreiðsla hafíss hefur aldrei mælst minni og enn ættu alla jafna að vera 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu. Það er því líklegt að metið frá því 2007 verði slegið rækilega í ár.

Hafísútbreiðslan fór í 4,1 miljón ferkílómetra þann 26. ágúst 2012. Það er um 70.000 ferkílómetrum undir metinu frá því 18. september 2007, þegar útbreiðslan fór í 4,17 ferkílómetra þegar minnst var. Það virðast því vera nokkrar vikur eftir að bráðnunartímabilinu.

Að þessu ári meðtöldu þá eru 6 lægstu gildin fyrir hafísinn á síðustu 6 árum (2007 til 2012).

Eftir að útbreiðslan þróaðist með svipuðum hætti í júlí í ár eins og í júlí 2007, gerðust hraðar breytingar í ágúst þar sem útbreiðslan minnkaði hratt. Síðan þá hefur eitthvað hægt á bráðnuninni, sem er nú um 75 þúsund ferkílómetrar á dag – bráðnunin á degi hverjum er því svipuð og 3/4 af stærð Íslands. Þetta er samt sem áður mun meiri bráðnun en er venjuleg á þessum tíma árs, sem er venjulega um 40 þúsund ferkílómetrar á dag.

Ekki virðist þessi frétt almennt rata í fjölmiðla – þó mikilvæg sé, en Veðurstofan hefur gert þessu skil á vedur.is (Hafís á norðurhveli aldrei mælst minni). Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Undanfarna áratugi hefur flatarmál [hafís]breiðunnar minnkað í takt við hlýnun norðurheimskautssvæðisins.

[..]

Þótt næstu ár hafi útbreiðslan að sumarlagi verið langt undir meðallagi varð hún aldrei jafnlítil og árið 2007. Útbreiðsla hafíssins segir heldur ekki alla söguna um ísmagnið á norðurheimskautssvæðinu því að ísinn er þynnri en áður og því er heildarrúmmál íssins minna.

(áherslur eru höfundar)

Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.