Nú er talið líklegt að hækkun hitastigs um 1,5°C, geti leit til aukalosunar á meira en eitt þúsund gígatonnum af CO2 og metani, samkvæmt nýrri grein sem byggir á rannsóknum á frosnum hellum í Síberíu. Þessar gróðurhúsalofttegundir eru taldar geta losnað úr núverandi sífrera Síberíu og hraðað hinni hnattrænu hlýnun jarðar.
Rannsakaðir voru dropasteinar í ísköldum hellum Síberíu, en dropasteinar vaxa eingöngu þegar regn- og leysingarvatn lekur inn í hellana. Þeir sýna því ákveðinn breytileika í loftslagi í Síberíu síðastliðin 500 þúsund ár og þar með vísbendingu um þróun sífrerans.
Samkvæmt niðurstöðu vísindamannanna þá benda gögnin til þess að fyrir um 400 þúsund árum hafi verið óvenju hlýtt tímabil. Vísbendingar benda ennfremur til þess að hækkun hitastigs um 1,5°C miðað við núverandi hita, myndi hleypa af stað keðjuverkun þiðnunar sífrera langt norðurfyrir syðstu mörk hans nú. Sífreri er um 24% af yfirborði Norðurhvels jarðar og því er um töluvert magn að ræða í losun CO2 og metans ef sífrerinn þiðnar í miklu magni.
Þessi aukna þiðnun sífrerans þýðir ennfremur mikil jarðtæknileg vandamál við vegagerð, járnbrautagerð og við viðhald olíu og gasleiðsla um sífrerann.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í Science og er eftir Vaks o.fl. 2013: Speleothems Reveal 500,000-Year History of Siberian Permafrost
Umfjöllun um greinina á heimasíðu Yale Environment 360: A 1.5 C Temperature Rise Could Release Greenhouse Gases in Permafrost
Tengt efni á loftslag.is
- Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar
- Minnkandi endurskin Norðurskautsins, magnar upp hnattræna hlýnun
- Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
- Sumarhiti á Svalbarða ekki verið hærri í 1800 ár
- Loftmyndir sýna breytingar á vistkerfi Síberíu
- Metan úr sífrera Síberíu
Leave a Reply