Á eftir ísnum – heimildarmynd um bráðnun jökla

James Balog

Á kvikmyndahátíðinni RIFF á síðasta ári, mátti sjá fróðlega mynd sem tengist loftslagsmálum. Á eftir ísnum (Chasing ice) er mynd leikstjórans Jeff Orlowski. Í myndinni er með hjálp ljósmyndatækni ljósmyndarans James Balog skoðað hvernig jöklar og ísbreiður breytast við hækkandi hitastig. Við höfum áður skrifað um James Balog á loftslag.is, sjá Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla.

Á eftir ísnum verður sýnd aftur þann 20. mars á Háskólatorgi, HÍ, stofu 105, kl. 20. Sjá nánari umfjöllun um sýningu myndarinnar þann 20. mars á natturuvernd.is. Við loftslags ritstjórarnir ætlum að skunda á Háskólatorgið og sjá þessa fróðlegu heimildarmynd.

Umfjöllun af vef RIFF:

Ljósmyndarinn James Balog var efins um gróðurhúsaáhrifin þegar hann hélt á norðurpólinn til að mynda ísbreiðuna þar fyrir sjö árum. Í dag er hann eldheitur baráttumaður gegn hlýnun andrúmsloftsins. Með aðstoð ljósmyndatækninnar sýna Balog og Orlowski okkur jökla hopa á örfáum mánuðum og heilu ísfjöllin hreinlega gufa upp svo áhorfandinn situr gapandi eftir. Á eftir ísnum er óyggjandi – en gullfalleg – sönnun þess að andrúmsloft jarðar breytist með leifturhraða.

Um leikstjórann

Jeff Orlowski lauk námi frá Stanford háskóla og hefur unnið til verðlauna sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður. Hann er hluti af Extreme Ice Survey verkefninu sem ljósmyndarinn James Balog kom á laggirnar til að rannsaka jökulhop með því að nota yfir 300 klukkustundir af efni. Verk Orlowski hafa m.a. verið sýnd á NBC, CNN, PBS og National Geographic Channel.

Sjá nánar á vef RIFF.

Hér undir er 2 stutt kynningarmyndbönd um myndina, gjörið svo vel:

Tengt efni á Loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.