Fyrir um mánuði síðan (8-13 júní 2013) var haldin ráðstefna á vegum AGU (American Geophysical Union) um loftslagsmál í Colarado Bandaríkjunum, en aðaltilgangur hennar var að draga saman helstu vísindamenn (bæði raun og félagsvísindamenn) og blaðamenn til að ræða hver þekkingin er í loftslagsvísindum sem stendur og hvernig hægt er að koma þeim skilaboðum áleiðis til stjórnvalda, fjölmiðla og almennings.
Mörg þekkt nöfn tóku til máls, meðal annars Micheal Mann, Gavin A. Schmidt, Peter Sinclair, Richard B. Alley o.fl. Nú er hægt að horfa á marga af fyrirlestrunum sem haldnir voru, á YouTube stöð AGU – en þar er meðal annars þessi skemmtilegi fyrirlestur Richard B. Alley.
Hér er svo áhugaverður fyrirlestur sem Micheal Mann hélt, þar sem hann fer meðal annars yfir skipulagðar árásir sem hann hefur orðið fyrir:
Endilega horfið á og skoðið síðan fleiri fyrirlestra, en eins og dagskráin gefur til kynna þá voru fyrirlestrarnir mjög fjölbreyttir.
Heimildir og ítarefni
AGU Conference: Communicating Climate Science: A Historic Look to the Future
Fleiri fyrirlestra má finna á YouTube síða AGU sjá einnig leit með lykilorðunum AGU Chapman
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: Final Program
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslag í hnotskurn
- CO2 – áhrifamesti stjórntakkinn
- Sólarhringur sannleikans
- TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
Leave a Reply