Í dag og næstu daga er haldin ráðstefna í Stokkhólmi, en þar munu helstu höfundar væntanlegrar IPCC skýrslu, vinnuhóps 1 kynna niðurstöðu sína. Sú skýrsla verður birt á föstudaginn kemur. Síðasta skýrsla kom út árið 2007 og því hefur verið beðið í ofvæni eftir nýrri skýrslu, enda mikið af gögnum bæst í sarpinn auk nýrra vísindagreina.
Í Stokkhólmi munu vísindamenn kynna stjórnvöldum helstu ríkja heims, niðurstöðu áralangrar vinnu á vegum IPCC. Ein af líklegum niðurstöðum í skýrslunni er að yfir 95% líkur séu taldar að athafnir manna hafi stjórnað þeirri hitaaukningu sem orðið hefur undanfarna áratugi. Þá verður fókusinn eflaust á sjávarstöðubreytingar, minnkun hafíss og jökla, auk aukningar hitabylgja. Nánar verður farið í niðurstöður skýrslunnar þegar það kemur betur í ljós.
Talið er líklegt að vísindamenn þrýsti á að yfirvöld geri með sér samning fyrir árið 2015 um að draga sem mest úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þá hafa samtök til verndar börnum verið áberandi síðustu daga, enda hafa slæm áhrif loftslagsbreytinga oft mikil áhrif á ungabörn sem verða oft fyrir barðinu á hungursneyðum.
Nokkrar umfjallanir um ráðstefnuna:
- Scientists set to prepare strongest warning that warming man-made (Reuters)
- Hardly any experts doubt human-caused climate change (The Australian)
- Magical climate contrarian thinking debunked by real science (The Guardian)
- Global warming pause ‘central’ to IPCC climate report (BBC)
- Children will bear brunt of climate change impact, new study says (The Guardian)
- Hunger Seen Worsening by Oxfam as Climate Change Heats Up World (Bloomberg)
- Cleaner air from tackling climate change ‘would save millions of lives’ (The Guardian)
Leave a Reply