Frétt: Formleg opnun Loftslag.is

IMG_4140-1Loftslag.is er verkefni sem við í ritstjórninni höfum unnið að síðustu vikurnar af miklu atgervi. Við vonumst til þess að Loftslag.is  muni verða mikilvæg uppspretta upplýsinga fyrir almenning, sem vill kynna sér ýmislegt varðandi loftslagmál. Á síðunum verða sagðar fréttir úr heimi loftslagsvísindanna, einnig mun blogg ritstjórnar verða áberandi. Við höfum verið og erum að setja okkur í samband við fólk sem hefur til að bera þekkingu á þessum málum, bæði sérfræðinga og áhugafólk um efnið. Gestapistlar verða því reglulegir hér á síðunum, u.þ.b. einn pistill í viku. Heiti reiturinn er hugsaður sem vettvangur fyrir málefni sem ekki heyra til sem fréttir, hér geta komið innskot um fróðlegar umræður og tenglar á myndbönd sem okkur þykja fróðleg svo dæmi séu tekin. Heiti reiturinn verður opin fyrir allskyns efni sem ritstjórn þykir fróðlegt í umræðunni sem og léttmeti af ýmsum toga.

Hornsteinn þessarar síðu eru Vísindin á bakvið fræðin. Þar verður komið inn á sögu loftslagsvísindanna, grunnkenningarnar, afleiðingar, lausnir o.fl. sem viðkemur fræðunum. Skoðanaskipti í athugasemdakerfinu munu ef að líkum lætur gera vefinn lifandi, þar sem fólk getur varpað fram skoðunum á málefnalegan hátt.

19. september var valinn sem opnunardagur vefsins, þar sem útreikningar ritstjórnar sýndu að þá væru 55.000 dagar síðan Svante Arrhenius fæddis. Arrhenius var sænskur vísindamaður, sem var einn sá fyrsti til að gera útreikninga á því hvað aukin styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hefði mikil áhrif á hitastig. Samkvæmt hans útreikningum áætlaði hann að við tvöföldun koldíoxíðs í andrúmsloftinu myndi hitastig hækka um 5-6°C, síðar lækkaði hann mat sitt, sama tala hjá IPCC er á bilinu 2-4,5°C.  Hann fæddist þann 19. febrúar árið 1859 og dó 2. október 1927.

Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð

Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.