Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?

FyrirlesturAnneAghion2„Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?“

Mike Berners-Lee í Öskju 132, fimmtudaginn 4. desember (12.00–13.00)

„Heillandi og mikilvæg. Ég mæli eindregið með henni.“

Al Gore um bók Berners-Lee The Burning Question.

Mike Berners-Lee, a leading expert in carbon-footprints, author and director of Small World Consulting at Lancaster University, will give the lecture “Burning Questions: How much fuel needs to stay in the ground? Why is this so hard? And how can we make it possible?” in Askja 132 on December 4th (12.00–13.00).

Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, kynnir Berners-Lee og stýrir umræðum.

Í bókum sínum How Bad Are Bananas (2010) og The Burning Question (2013), en þá síðarnefndu skrifaði Mike Berners-Lee með Duncan Clark, skoðar Berners-Lee kolefnislosun einstaklinga, stofnana og þjóða. Hann spyr hvers vegna okkur gangi svona illa að snúa þróuninni við og hvers konar blanda stjórnmálahugmynda, hagfræði, tækni og sálfræði geti nýst okkur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Lee er forstöðumaður Small World Consulting við Lancaster-háskóla og hann hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar af vísindamönnum og umhverfisverndarsinnum.

Bækur Mike Berners-Lee er hægt að kaupa í Bóksölu Stúdenta.

 

 

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál