Loftslagsrýni – Sjálfstæðisflokkurinn

falkinn_gamli-150x150
Hér er eldra matið á stefnu Sjálfstæðisflokksins í loftslagsmálum, nýja matið má sjá hér.

Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast stefnu flokksins varðandi Umhverfismál á vefsíðu þeirra, sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins samkvæmt úttekt París 1,5.

  1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
  2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
  3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
  4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
    • “Við viljum nýta samkeppnisforskot umhverfisvænnar orku og leggja okkar af mörkum í þágu hnattrænnar sjálfbærni í orkumálum.” – Mjög óljóst hvað er meint þarna – 2 stig
    • Einfalt vægi – í allt 2 stig
  5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Einfalt vægi – í allt 0 stig
  6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Einfalt vægi – í allt 0 stig
  7. Annað almennt um loftslagsmál
    • “Nú þegar hafa neikvæð áhrif loftslagsbreytinga komið fram í súrnun hafsins umhverfis landið. Þær skaða vistkerfið og lífsviðurværi þeirra sem hafa aðkomu sína af sjávarútvegi og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga ef ekki verður brugðist við.” – 5 stig
    • Einfalt vægi – í allt 5 stig

Heildarstigafjöldi 7 stig – eða einkunnin 0,7 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Flokkurinn fer mjög fáum orðum um loftslagsmálin og er einn þeirra flokka sem ekki svöruðu ítrekuðum fyrirspurnum frá París 1,5. Sennilega er frekar lítill opinber áhugi á þessu máli hjá Sjálfstæðisflokknum – en það er vissulega fólk innan flokksins sem hefur áhuga á málefninu og hvetjum við það til að setja fram sínar athugasemdir og koma málinu á dagskrá innan flokksins. Það þarf ekki mikið til hjá þeim til að draga einkunnina verulega upp á við, miðað við núverandi einkunn.

Ekki fannst heldur neitt um stefnu flokksins í olíuvinnslu á Norðurslóðum. Það er ekki ólíklegt að flokkurinn sé jákvæður gagnvart olíuvinnslu á Drekasvæðinu, sem myndi draga einkunnina niður enn frekar.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is