Áskorun til stjórnmálaflokka

Eftirfarandi áskorun hefur hópurinn París 1,5 sent á stjórnmálamenn og fjölmiðla í aðdraganda viðræðna um stjórnarmyndun í kjölfar kosninganna þann 29. október.

Ísland, 8. nóvember 2016

Hópurinn París 1,5 skorar á þá stjórnmálaflokka sem standa að stjórnarmyndun eftir kosningarnar 29. október að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi í stjórnarsáttmála við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það skiptir miklu máli að frá núverandi kjörtímabili verði unnið að því með öllum tiltækum ráðum að stöðva hlýnun jarðar og þá ógnvænlegu þróun sem blasir við heimsbyggðinni ef ekkert verður að gert. Tími aðgerða er núna – það má ekki fresta þeim þangað til á næsta kjörtímabil.

Eftirfarandi þættir eru mikilvægir í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar:

  • Skýr stefna um hvernig á að standa við markmið Parísarsamkomulagsins
  • Tölu- og tímasett markmið um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, iðnaði og öðrum mengandi þáttum
  • Markmið um notkun skógræktar og endurheimt votlendis sem mótvægisaðgerðir
  • Stefnumótun varðandi notkun hagrænna hvata til að minnka losun
  • Uppbygging innviða fyrir orkuskipti

Stefna og markmið verðandi stjórnarflokka þarf að vera skýr frá upphafi, svo hægt sé að taka tillit til hennar í allri annarri ákvarðanatöku eins og t.d. hagsmunaaðila, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. París 1,5 skorar einnig á stjórnvöld að stöðva áform um olíuvinnslu í íslenskri lögsögu til framtíðar.

Baráttuhópurinn París 1,5 berst fyrir því að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.