Miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar

Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar  kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal annars afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.

Þó hlutverk skýrslunnar sé fyrst og fremst að fræða vísindamenn IPCC í hvernig best er að koma staðreyndum til almennings, þá getur verið áhugavert fyrir þá sem fjalla um loftslagmál sem og áhugasaman almenning að skoða skýrsluna.

Hér fyrir neðan er kynning á þeim 6 aðferðum sem rætt er nánar í handbókinni:

Aðferðirnar eru eftirfarandi (lauslega þýtt):

  1. Vertu örugg(ur) í miðlun upplýsinga
  2. Ræddu hinn raunverulega heim, ekki óhlutbundnar hugmyndir
  3. Tengdu við það sem skiptir máli fyrir þinn áheyrandahóp
  4. Segðu sögur af fólki
  5. Ræddu fyrst um það sem þú veist
  6. Notaðu sem besta sjónræna miðlun upplýsinga

Heimildir og ítarefni

Byggt á færslu á RealClimate

Einnig var umfjöllun um handbókina á Guardian, Communicating the science is a much-needed step for UN climate panel

Fyrirlestur um handbókina verður haldinn á netinu í næstu viku: Webinar: The IPCC and the science of climate change communication, Mon 5 Feb 3pm GMT

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál