Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal annars afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.
Þó hlutverk skýrslunnar sé fyrst og fremst að fræða vísindamenn IPCC í hvernig best er að koma staðreyndum til almennings, þá getur verið áhugavert fyrir þá sem fjalla um loftslagmál sem og áhugasaman almenning að skoða skýrsluna.
Hér fyrir neðan er kynning á þeim 6 aðferðum sem rætt er nánar í handbókinni:
Aðferðirnar eru eftirfarandi (lauslega þýtt):
- Vertu örugg(ur) í miðlun upplýsinga
- Ræddu hinn raunverulega heim, ekki óhlutbundnar hugmyndir
- Tengdu við það sem skiptir máli fyrir þinn áheyrandahóp
- Segðu sögur af fólki
- Ræddu fyrst um það sem þú veist
- Notaðu sem besta sjónræna miðlun upplýsinga
Heimildir og ítarefni
Byggt á færslu á RealClimate
Einnig var umfjöllun um handbókina á Guardian, Communicating the science is a much-needed step for UN climate panel
Fyrirlestur um handbókina verður haldinn á netinu í næstu viku: Webinar: The IPCC and the science of climate change communication, Mon 5 Feb 3pm GMT
Tengt efni á loftslag.is
- Afdráttalausar yfirlýsingar
- Vetur, háloftavindar og kuldaköst
- Sýnum í verki að loftslagsmálin séu forgangsverkefni
Leave a Reply