Frétt: Fjórar gráður

Ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast óhindrað, þá er talið líklegt að meðalhitastig jarðar muni verða fjórum gráðum hærra í lok þessarar aldar – jafnvel fyrr (2060-2070), samkvæmt bresku veðurstofunni (Met Office).

Dagana 28.-30. september var ráðstefna þar sem kannaðar voru afleiðingar af slíkri hitastigshækkun (4 degrees and beyond). Þar kemur meðal annars fram að aukningin verði ekki jöfn yfir allan hnötinn.  Dr Richard Betts sem fjallaði um staðbundin áhrif óheftrar losunar segir: “Meðalhitastigshækkun um fjórar gráður hnattrænt, verður til þess að staðbundið verði hitastig margra svæða enn hærra, ásamt miklum breytingum í úrkomu. Ef losun gróðurhúsalofttegunda dregst ekki saman fljótt, þá gætum við orðið vitni að miklum loftslagsbreytingum út okkar ævi.”

Glæra frá ráðstefnunni. Hugsanleg hitastigshækkun fyrir árin 2090-2099, samanborið við meðaltal áranna 1961-1990 ef losun heldur áfram óheft. Hér er ekki tekin með magnandi svörun sem gæti aukið hækkun hitastigs enn frekar (Met Office).

Glæra frá ráðstefnunni. Hugsanleg hitastigshækkun fyrir árin 2090-2099, samanborið við meðaltal áranna 1961-1990 ef losun heldur áfram óheft. Hér er ekki tekin með magnandi svörun sem gæti aukið hækkun hitastigs enn frekar (Met Office).

Talið er að hitastig Norðurskautsins geti orðið 15,2 °C hærra við hæstu tölur um losun CO2 og að þessi mikla hitastigshækkun magnist upp við bráðnun á snjó og ís sem svo aftur verður til þess að Norðurskautið gleypir meiri hita við inngeislun frá sólinni.

Á vestari og suðurhluta Afríku er búist við hvoru tveggja, mikla hlýnun (allt að 10 °C) og þurrka. Einnig er talið að Mið-Ameríka, miðjarðarhafið og hluti Ástralíu eigi eftir að verða fyrir miklum þurrkum, á meðan úrkoma er talin geta aukist um 20% á sumum svæðum, t.d. Indlandi. Aukin úrkoma er talin auka líkur á flóðum úr fljótum.

Dr Betts segir ennfremur: “Þessi áhrif eiga eftir að hafa miklar afleiðingar á fæðuöryggi, vatnsframboð og heilsu. Hinsvegar má forðast að hitastigshækkun á við þessa verði að veruleika með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ef toppnum í losun gróðurhúsalofttegunda verður náð á næsta áratug og minnki síðan snarlega, þá er mögulegt að hækkun hitastigs verði um helmingur þess sem mögulegt er miðað við óhefta losun”.

Ítarefni

Sjá nánar frétt á vef Met Office . Einnig má skoða glærur og hljóðupptökur fyrirlestra fyrrnefndrar ráðstefnu á 4degrees & beyond.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál