Tenglar: Nokkrar skýrslur um loftslagsmál

Hér eru tenglar á nokkrar mikilvægar skýrslur um loftslagsmál – í tímaröð eftir útgáfutíma. Tenglar vísa oftast í pdf skjöl með skýrslunum eða eins og í tilfellum stóru IPCC-skýrslanna yfir á heimasíðu þar sem hægt er að ná í hvern kafla skýrslanna. Allar skýrslurnar eru á ensku utan við tvær íslenskar.

ar4-wg1IPCC skýrslurnar frá árinu 2007 eru fjórar: The Physical Science Basis (WG1), Impacts, Adaptation and Vulnerability(WG2) og Mitigation of Climate Change (WG3) – en einnig er Synthesis Report, sem er einskonar samantekt úr öllum hinum skýrslunum(AR4). Auk þess er hver skýrsla með Summary for Policymakers (WG1, WG2, WG3 og AR4) en það er samantekt fyrir yfirvöld.

Í júní í fyrra kom út ein skýrsla frá IPCC, þar sem aðaláherslan er lögð á áhrif loftslagsbreytinga á ferskvatn. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um úrkomubreytingar, vatnsforðabúr, vatnsorku og ýmsa þætti sem geta haft áhrif á aðgengi manna að ferskvatni, en skýrslan heitir Climate Change and Water.

Í júlí í fyrra kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi, en eins og nafnið bendir til þá er áhersla lögð á hvernig hnattrænar loftslagsbreytingar eiga eftir að hafa áhrif hér á landi. Skýrslan er að einhverju leiti unnin upp úr IPCC en töluvert þó bætt við af íslenskum rannsóknum.

Í vor kom út Bresk skýrsla frá The Marine Climate Change Impacts Partnership sem fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á sjóinn og sambýli manna við sjóinn. Stuttu og litskrúðugu útgáfuna má finna hér. Nákvæm samantekt á hverjum kafla er hér: CO2 and ocean acidification,  Arctic sea iceA view from aboveNon-native species og loks Coastal economies and people (hér er áherslan að mestu á Bretland).

synthesisreportcongressÍ vor var haldin ráðstefna um loftslagsbreytingar í Kaupmannahöfn og var megin tilgangur hennar að brúa bilið frá IPCC skýrslunum frá árinu 2007 og uppfæra þá þekkingu sem bæst hefði við síðan þá. Í sumar kom svo út skýrsla, sem unnin var upp úr efni ráðstefnunarinnar, en hún heitir CLIMATE CHANGE – Global Risks, Challenges & Decisions

Í sumar kom einnig út skýrsla sem unnin var fyrir Umhverfisráðuneytið um möguleika Íslendinga til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum á íslandi, en hún heitir Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Í haust kom síðan skýrsla sem bandarískir vísindamenn voru fengnir til að gera fyrir þingnefnd þar í landi.  Skýrslan heitir Global Climate Change, Impacts in the United States og er hún um ástandið og horfur í loftslagsmálum út frá bandarískum hagsmunum, en einnig er rætt um hnattræn áhrif.

CCC_CoverFyrir stuttu kom síðan út á vegum umhverfisverkefna Sameinuðu þjóðanna (The United Nations Environment Program – UNEP) skýrslan eða samantekt sem heitir Climate Change Science Compendium. Hún er byggð á um 400 nýjum rannsóknum á kerfum jarðar og loftslagi þess, sem hafa birst í ritrýndum greinum síðastliðin þrjú ár – eða frá því fjórða skýrsla IPCC kom út.  Þessi skýrsla er ekki sambærileg við IPCC-skýrslurnar þar sem mikill fjöldi vísindamanna og embættismanna urðu að vera sammála um hvað stóð í þeirri skýrslu og ekki eiginlegt framhald þeirra skýrsla. Þess í stað er hún samantekt margra áhugaverðra uppgötvana, túlkana, hugmynda og niðurstaðna sem hafa komið fram síðustu þrjú ár.

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál