Frétt: Sumarbráðnun hafíss á Norðurskautinu

Meiri ís varð eftir við lok sumarbráðnunar en síðustu tvö ár á undan, þrátt fyrir það hefur hafísinn ekki jafnað sig – en þetta ár var lágmarksútbreiðsla sú þriðja minnsta frá því mælingar hófust árið 1979. Síðustu fimm ár eru þau ár sem hafa minnstu útbreiðslu.

Meðalútbreiðsla fyrir septembermánuð var 5,36 miljón ferkílómetrar, sem er 1,06 milljón ferkílómetrum meira en metárið 2007 og 690.000 ferkílómetrum meira en árið 2008. Samt sem áður var útbreiðslan 1,68 milljón ferkílómetrum minni en meðaltal áranna 1979-2000 í september:

Sumarútbreiðslan, plottuð upp í samhendi við önnur ár. Heila ljósbláa línan er 2009; brotna græna línan sýnir 2007; dökkbláa línan 2008 og ljósgræna línan 2005; heila gráa línan sýnir meðaltalsútbreiðslu frá 1979-2000 og gráa svæðið tvö meðalfrávik frá meðaltalinu (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Sumarútbreiðslan, plottuð upp í samhengi við önnur ár. Heila ljósbláa línan er 2009; brotna græna línan sýnir 2007; dökkbláa línan 2008 og ljósgræna línan 2005; heila gráa línan sýnir meðaltalsútbreiðslu frá 1979-2000 og gráa svæðið tvö meðalfrávik frá meðaltalinu (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Hafís Norðurskautsins er nú að minnka um 11,2 % á áratug, miðað við meðaltal 1979-2000:
Hafísútbreiðsla í september frá 1979-2009 sýnir stöðuga hnignun (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Hafísútbreiðsla í september frá 1979-2009 sýnir stöðuga hnignun (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Sjávarhitastig Norðurskautsins þetta tímabil hefur áfram verið hærra en meðaltal, en samt verið lítilsháttar kaldara en síðustu tvö ár. Ástæða þessa  má rekja til þess að skýjahula síðsumars hægði á bráðnun miðað við árin tvö þar á undan. Að auki dreifðist ísinn meira vegna vinda og jókst útbreiðslan við það.

Hafísinn var áfram þunnur og verður hann því áfram viðkvæmur fyrir bráðnun næsta sumars – en þó var 32% af 2ja ára hafís sem er mun meira en í fyrra, sem var algjört met – en þá var 2ja ára hafís eingöngu 9%:

Þessar myndir sýna aldur hafíss, sem er góður mælikvarði fyrir hafísþykkt, fyrir árin 2007, 2008, 2009 og meðaltal áranna 1981-2000. Þetta ár var auknin í tveggja ára ís (blár) miðað við 2008. Í lok sumars 2009 var 32% þekjunnar tveggja ára ís. Þriggja ára og eldri ís var 19%, það lægsta síðan mælingar hófust (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC)

Þessar myndir sýna aldur hafíss, sem er góður mælikvarði fyrir hafísþykkt, fyrir árin 2007, 2008, 2009 og meðaltal áranna 1981-2000. Þetta ár var auknin í tveggja ára ís (blár) miðað við 2008. Í lok sumars 2009 var 32% þekjunnar tveggja ára ís. Þriggja ára og eldri ís var 19%, það lægsta síðan mælingar hófust (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC)

Walt Meier hjá NSIDC segir (lauslega þýtt): “Töluvert af fyrsta árs og annars árs ís hefur varðveist í sumar miðað við síðustu tvö ár. Ef þessi ís verður kjur á Norðurskautinu yfir veturinn, þá mun hann þykkna, sem gefur okkur von um að hafísþekjan verði stöðugri næstu ár. Hinsvegar er ísinn enn mun yngri og þynnri en hann var á níunda áratugnum og því mjög viðkvæmur fyrir sumarbráðnun.”

Hafís Norðurskautsins sveiflast á ársgrundvelli, bráðnar á sumrin og frýs á veturna. Hafís endurkastar sólarljósi og heldur Norðurskautinu köldu og dempar þar með hnattrænt loftslag. Hafísútbreiðsla Norðurskautsins er breytileg vegna breytinga í skilyrðum lofthjúpsins, en undanfarin 30 ár hefur hnignunin verið töluverð, eða um 11,2% á áratug í september (miðað við meðaltal 1979-2000) og um 3% hningun á áratug yfir vetrarmánuðina.

Ítarefni

Nánar er farið í greininguna á heimasíðu NSIDC:  Arctic sea ice extent remains low; 2009 sees third-lowest mark.

Einnig má lesa ýtarlega greiningu í tímaritinu Geophysical  Research Letters: Decline in Arctic sea ice thickness from submarine and ICESat records: 1958–2008

Mjög góð greining frá því skömmu eftir hafíslágmarkið sem Emil Hannes Valgeirsson gerði má sjá hér: Gestapistill: Er hafísinn á hverfanda hveli?

Gott myndband frá NASA um hafís Norðurskautsins má sjá hér á loftslag.is: Myndband: Hafís 101

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál