Í þessu myndbandi er viðtal við James Hoggan, höfund bókarinnar Climate Cover-Up – The Crusade to Deny Global Warming. Þarna ræðir hann um það hvernig, samkvæmt hans athugunum, reynt er að leggja þránd í götu vísindanna af ýmsum “hugmyndabönkum” (e. think tanks). Hér er smá umfjöllun um bókina hans.
Myndband: Loftslagssamsærið !
Posted in: Myndbönd
– 08/10/2009
Hér er önnur umfjöllun um bókina: Umfjöllun um Climate Cover-Up
Ekki þarf að leita lengi á netinu til að sjá að þessi James Hoggan sjálfur er ekki laus við hagsmunatengsl frekar en þeir sem hann er að gagnrýna.
Sjá t.d. hér: http://www.canada.com/nationalpost/financialpost/story.html?id=2c07121b-85c2-4799-9aaf-0c2688bf5ca1&p=3
“…There has been no mention on the blog, nor on The Fifth Estate, of James Hoggan’s client list. They include or have included the National Hydrogen Association, Fuel Cells Canada, hydrogen producer QuestAir, Naikun Wind Energy and Ballard Fuel Cells. Mr. Hoggan, in other words, benefits from regulatory policy based on climate change science…”
Þessi Hoggan rekur auglýsingastofu sem er með viðskiptavini sem eiga hagsmuna að gæta sem tengjast kenningum um manngerða hlýnun.
Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.
Það er nú ekki eins og maðurinn sé að reyna að fela hvaða viðskiptavini hann hefur, sjá heimasíðuna hans, Hoggan.com, undir clients.