Fréttir liðinnar viku

Hér er stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint.

Yfirlit – fréttir og pistlar vikunnar:

Nokkrar bloggfærslur litu dagsins ljós í þessari viku og voru spurningar fyrirferðarmiklar. Færsla um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn (COP15) birtist og var þar í stuttu máli farið yfir helstu atriði ráðstefnunnar sem er á tímabilinu 7. – 18. desember. Þrjár færslur, sem fjalla um 3 mikilvægar spurningar er varða loftslagsmál birtust í vikunni. Spurningarnar eru;

Þessum spurningum er velt upp og komið er með svör við þeim, sem m.a. er sótt í heim vísinda og mælinga. Gestapistill vikunnar var að þessu sinni eftir Stefán Gíslason framkvæmdastjóra umhverfisráðgjafarfyrirtækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi, pistill hans nefnist “Er almenningi sama um loftslagsmál?” og kunnum við honum þakkir fyrir góðan pistil.

Tvær myndbandafærslur birtust í vikunni, efnið í báðum var sótt til NASA. Á YouTube er rás á snærum NASA, sem nefnist NASAexplorer og þangað sóttum við efni vikunnar. Fyrst ber að nefna myndband um bráðnandi ís og hækkandi sjávarstöðu, sem er stutt myndband, þar sem m.a. eru tekin viðtöl við vísindamenn NASA. Seinni myndbandafærslan er röð myndbanda sem birtust sem hluti Jarðvísindaviku NASA. Þetta eru 6 myndbönd sem að mestu fjalla um mikilvægi hafsins varðandi loftslagsbreytingar.

Stuttar fréttir

_46523579_joidesresolution226

Nýjar rannsóknir á magni CO2 í andrúmsloftinu síðastliðin 20 milljón ár, bendir til þess að núverandi takmörk varðandi losun CO2 séu of skammsýn. Vísindamennirnir notuðu sjávarsetlög til að endurskapa CO2 magn síðustu 20 milljón ár. Það kom í ljós að þegar magn CO2 var svipað og talið er að sé ásættanlegt í dag til að tækla loftslagsbreytingar, þá var sjávarstaða um 25-40 m hærri en er í dag. Greinin, sem mun birtast í Science, eykur vitneskju um tengsl milli CO2 og loftslag. Síðustu 800 þúsund ár eru nokkuð vel þekkt út frá ískjörnum, en hingað til hefur verið erfiðara að nálgast nákvæm gögn fyrir síðustu 20 milljónir ára. Sjá umfjöllun á heimasíðu BBC.

alpine-lake-324x205Nýjar rannsóknir á setlögum í stöðuvatni í Svissnesku Ölpunum bendir til þess að mengun fortíðar sé að læðast aftan að okkur. Mengunarefni sem hafa verið föst í ís jöklanna í yfir 30 ár eru að koma í ljós núna vegna bráðnunar af völdum hlýnunar jarðar. Efni eins og PCB, Díoxín og mörg klórín efnasambönd með DDT hafa aukist frá tíunda áratugnum eftir að hafa minnkað á þeim níunda vegna banns og stjórnunar á notkun þeirra. Vísindamennirnir hafa áhyggjur af því sem muni gerast ef jöklar Grænlands og Suðurskautsins fara að bráðna í einhverju magni. Sjá umfjöllun á heimasíðu Discovery.

091008-giant-sea-mucus-blobs_170

Hlýnun sjávar undanfarna áratugi hefur valdið því að risastórir flákar af slímkenndu efni hafa myndast oftar og hafa enst lengur, í Miðjarðarhafinu. Þessir slímkenndu flákar, sem eru allt að 200 kílómetra langir myndast á náttúrulegan hátt, venjulega á sumrin. Undanfarin ár hafa þeir þó einnig myndast á veturna. Vísindamenn hafa fundið út að þeir eru ekki eingöngu óþægilegir fyrir baðgesti Miðjarðarhafsins og veiðimenn, heldur mynda þeir einnig góðar aðstæður fyrir bakteríur og veirur, þar á meðal E.coli veiruna. Sjá umfjöllun á heimasíðu National Geographic.

kashmir-glacier-324x205Jöklarnir í Kashmír Indlands eru að bráðna hratt vegna hækkandi hitastigs og talið er að það geti haft slæmar afleiðingar fyrir milljónir manna á Himalaya svæðinu. Jarð- og jarðeðlisfræðingar við Háskólann í Kashmír segja að bráðnunin muni hafa áhrif á tvo þriðju íbúa svæðisins, vegna breytinga sem verði í landbúnaði, garðyrkju, hirðingjalífi og skógum. Stærsti jökullinn Indlandsmegin í Kashmír, sem heitir Kolahoi, hefur minnkað úr 13 ferkílómetrum niður í 11,5 ferkílómetra síðustu 40 ár eða um 18%. Aðrir jöklar á svæðinu hafa minnkað svipað eða um 16%. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Discovery.

get-file

Hitastig yfirborðsjávar við miðbaug Kyrrahafs í september heldur áfram að viðhalda El Nino aðstæðum sem sköpuðust í sumar. Þriggja mánaða frávik hitastigs var enn yfir 0,5°C sem er viðmiðið sem notað er við að skilgreina El Nino, þriðja mánuðinn í röð. Samt sem áður þá eru önnur fyrirbæri sem eru einkennandi í tengslum við El Nino ekki í takt við það sem vanalegt er. Kyrrahafssveifluvísirinn (Southern Oscillation Index – SOI) er tvíræður miðað við hvað menn eru vanir í tenslum við El NIno. Allt í allt þá bendir margt til þess að El Nino í vetur verði veikur eða miðlungs. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu NOAA.

Athugasemdir

ummæli

Tags: ,

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál