Nýliðinn september var næst heitasti september frá því mælingar hófust fyrir sameiginlegar hitatölur fyrir bæði haf og land, aðeins september 2005 var heitari. September 2009 var 0,62°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, sem er 15,0°C. Einnig var mánuðurinn sá 33. í samfelldri röð septembermánaða til að vera yfir því meðaltali. Síðast þegar september var undir meðaltali 20. aldarinnar var árið 1976. Sé aðeins litið til hitastigsins yfir landi, þá er mánuðurinn einnig sá næst heitasti september frá því mælingar hófust, september 2005 var einnig heitastur á þennan mælikvarða. Hitastig við yfirborð sjávar var 0,50°C yfir meðaltalinu og er mánuðurinn því í 5. sæti ásamt september 2004. Hitastig hærra en meðaltal var mjög víða að finna, sjá myndina hérundir. En það eru svæði eins og t.d. við Suðuskautið sem er kaldara en í meðallagi. Fyrir það sem liðið er af árinu, þá er hitastig fyrir bæði haf og land 0,55°C hærra en meðaltal 20. aldar. Meðalhitastig ársins er því 14,7°C og er því 6. heitasta janúar til enda september tímabilið frá því 1880. Kraftlítill El Nino hefur verið í Kyrrahafinu í september. Sjávarhitastig í Kyrrahafinu við miðbaug var hærra en meðaltalið. Samkvæmt NOAA, þá mun El Nino styrkjast og vara út norðlægan vetur 2009-2010.
Heimild:
http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/index.php?report=global&year=2009&month=9
Leave a Reply