Heit málefni: Pistlahöfundur BBC lýsir eftir hlýnun jarðar

Mikið hefur verið rætt undanfarna viku um pistil á síðu BBC sem birtist þann 9. október. Paul Hudson ræðir þar um töf á hlýnun jarðar sem sjá má ef rýnt er í hitastig síðustu 11 ára. Hann ræðir þar ýmsar nálganir og útskýringar á því að hlýnunin hefur hægt á sér síðustu áratugi og að loftslagslíkön hafi ekki spáð fyrir um það.

Eins og lesendur hér hafa eflaust tekið eftir, þá birtist hér á loftslag.is pistill um sams konar málefni fyrir stuttu – Er jörðin að hlýna? Þá má benda á nýlegan pistil í Guardian um pistilinn í BBC.

Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).

Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál