Veðurfræðifélagið minnir á haustþing sitt sem verður haldið næstkomandi miðvikudag, 21. október. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og honum slitið kl. 16. Þingið er opið öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni er stór hluti þingsins helgaður fjarkönnun og mælingum á veðri. Hér fyrir neðan er dagskrá þingsins.
============ Dagskrá haustþings:——————-
13:00 Inngangur – Stjórn Veðurfræðifélagsins
13:15 Fjarkönnun og rauntímaeftirlit með hafís – Ingibjörg Jónsdóttir
13:30 Greining á gosösku og sandstormum með gervitunglagögnum -Hróbjartur Þorsteinsson
13:45 Fjarkönnun og veðurfarstengd náttúruvá: Gróðureldar – ÞrösturÞorsteinsson
14:00 Athuganir á upptökum moldviðris á Austurlandi – Victor Kr. Helgason
Kaffihlé
14:45 Meðalvindhraði á landinu. Eru sjálfvirkar og mannaðar stöðvarsambærilegar? – Trausti Jónsson
15:00 Rok og rigning: áhrif vinds á úrkomumælingar – Þórður Arason
15:15 Leitni í hitastigi á Íslandi á árunum 1961 til 2006 – BirgirHrafnkelsson
15:30 MOSO: Veðurmælingar með fjarstýrðri flugvél sumarið 2009 -Haraldur Ólafsson
15:45 SUMO-glíma við Esjuna: Túlkun vindmælinga frá MOSO – Hálfdán Ágústsson
Sjá nánar dagskrá og útdrátt erinda hér: Haustþing Veðurfræðifélagsins
Leave a Reply