Þrátt fyrir sífellt fleiri vísindaleg rök, þá eru færri Bandaríkjamenn sem telja að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun undanfarna áratugi. Ný könnun sem gerð var nú október, á vegum Pew Research Center for the People & the Press, gefur til kynna að nú telji 57% Bandaríkjamanna að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun, á móti 71% í apríl 2008. Aftur á móti eru 33% sem telja hana ekki til staðar á móti 21% í apríl 2008. Í töflu 1 má lesa betur út úr tölunum. Úrtakið var 1500 manns.
Séu þessar tölur skoðaðar eftir stjórnmálaskoðunum, þá er einnig hægt að greina nánar hvernig breytingarnar hafa orðið allt frá 2006. Hjá Demókrötum er línan ekki eins brött niður á við eins og hjá bæði óháðum og Repúplíkönum. En þó er hægt að greina að almenningur telur sig ekki hafa fullnægjandi skýringar og sannanir fyrir því að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Sjá graf 1. Einnig er hægt að sjá þar að mesta breytingin hefur orðið undanfarið ár.
Þetta þykir ekki síst athyglisvert í ljósi þess að á síðustu misserum hafa komið fram sterkari vísindaleg rök sem styrkja kenningar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þess má geta að núna er til umfjöllunar stórt frumvarp á Bandaríkjaþingi, þar sem leitast er við að koma til móts við loftslagsvandann.
Andrew Weaver, prófessor við Háskólann í Victoria í bresku Kolumbíu, segir að stjórnmál séu að slöra vitund almennings fyrir vandanum. “Þetta er samsetning lélegrar boðmiðlunar af hálfu vísindamanna, lélegs sumars í austur hluta Bandaríkjanna, þar sem fólk ruglar saman veðri og loftslagi og (mjög stór þáttur) almannatengsla fyrirtæki og þrýstihópar sem reyna að sá efasemdum í huga almennings,” segir prófessor Weaver.
Þrátt fyrir minna traust á vísindin, þá segist helmingur þátttakenda í könnuninni styðja aðgerðir til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir að það geti leitt til hærra orkuverðs. Meirihlutinn, 56%, taldi einnig að Bandaríkinn ættu að taka þátt í aðgerðum með öðrum þjóðum um aðgerðir til að takast á við hnattrænar loftslagsbreytingar.
Samkvæmt öðrum könnunum þá eru flestar þjóðir á því að loftslagsvandinn sé til staðar og að taka þurfi hann alvarlega og að setja þurfi loftslagsmál í hærri forgang. Sjá t.d. World Public Opinion.
Ítarefni:
Umfjöllun á vef The Pew Research Center for the People & the Press
Frétt á vef COP15
Könnun World Public Opinion
Frétt á fréttavef Yahoo
Leave a Reply