Samkvæmt skýrslu Prófessors Sir Gordon Conway, frá Imperial Háskólanum í London, þá er, þrátt fyrir að margt nýtt hafi komið fram varðandi loftslagsbreytingar á síðustu árum, margt sem við ekki vitum um loftslagsbreytingar í Afríku. Loftslagið í Afríku virðist stjórnast af þremur mikilvægum þáttum: trópískum varmaflutning (e. tropical convection), breytingum í monsúnkerfinu og El Nino í Kyrrahafinu. Fyrstu tveir þættirnir eru staðbundnir þættir sem hafa áhrif á regn og hitastig á svæðinu. Sá síðasti er fjarlægari, en hefur mikil áhrif á úrkomu hvers árs og hitastigsmunstur í Afríku. Þrátt fyrir mikilvægi hvers þáttar, þá skiljum við ekki enn hvernig samspil þeirra er og hvernig þeir hafa áhrif í samspili með loftslagsbreytingum. Eitt ætti að vera ljóst að hraðar breytingar í hnattrænu hitastigi getur haft mikil áhrif á útkomuna, varðandi t.d. hærri sjávarstöðu, hærra hitastig og öðrum m.a. veðurfarslegum þáttum sem geta haft áhrif þar á. En útkoman er ólík eftir svæðum og er það m.a. skoðað nánar í skýrslunni.
Loftslagsbreytingar í Afríku eru taldar geta haft áhrif á magn drykkjar vatns, sem gæti svo haft áhrif á dreyfingu sjúkdóma, eins og t.d. malaríu, samkvæmt skýrslunni.
En eins og fram kemur í þá er margt í þessu óvissu háð. Sum svæði gætu fengið meiri úrkomu á meðan önnur fengju fleiri þurrka.
Ítarefni:
Skýrslan: The science of climate change in Africa: impacts and adaptation
Leave a Reply