Blogg: Hörfun jökla

Það er nokkuð ljóst að mikill meirihluti jökla í heiminum eru að hörfa og er meginástæða þess talin vera hlýnandi veðurfar.

Stóru jökulhvelin, jöklar Suðurskautsins og Grænlandsjökuls eru að minnka töluvert í massa (Velicogna 2009).

Massabreeytingar í Grænlandsjökli (Velicogna 2009)

Massabreytingar í Grænlandsjökli (Velicogna 2009)

 

Massabreytingar í jöklum Suðurskautsins (Velicogna 2009)

Massabreytingar í jöklum Suðurskautsins (Velicogna 2009)

 En litlu jöklar heims eru líka að minnka og hafa hingað til átt töluverðan þátt í hækkun sjávarstöðu.

Rhone jökullinn í svissnesku Ölpunum.

Rhone jökullinn í svissnesku Ölpunum.

Í Sviss hefur rúmmál jökla minnkað um 12% síðan 1999, en þar voru mældir um 1400 jöklar. 

Á Kerguelen eyju sem er sunnarlega í Indlandshafi (lýtur franskri stjórn) hefur rúmmál jökla minnkað um 22 % á síðastliðnum 40 árum.

Bráðnun helstu jöklanna í Bandaríkjunum

Massabreytingar í bandarískum jöklum.

Amerískir jöklar eru einnig að hörfa, sjá t.d. mynd með massabreytingum í bandarískum jöklum.

Í Perú er stærsti jökull innan hitabeltisins, en hann heitir Quelccaya. Árið 2002 rákust vísindamenn á gróðurleifar við jökullónið framan við jökulinn á stað sem var nýkominn undan jökli. Gróðurleifarnar voru aldursgreindar og voru um 5200 ára gamlar. Sem sagt síðast þegar jökullinn var jafn lítill og hann er nú var fyrir 5200 árum.

En jöklar á Íslandi eru líka að minnka eins og fólk veit sem fylgist vel með fréttum (t.d. nýleg frétt á RÚV – sjá einnig myndband). 

Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull (af heimasíðu Veðurstofunnar).

Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull.

Langflestir jöklar heims eru að þynnast og hopa. Einstaka frétt kemur af jöklum sem eru að þykkna og þá er það talið tengjast aukinni úrkomu á því svæði.

Hér má sjá breytingar í þykkt jökla frá 1970:

Þessi mynd sýnir breytingar í þykkt jökla frá árinu 1970. Litaskalinn gulur til brúnn sýnir jökla sem hafa þynnst. Yfirgnæfandi meirihluti jökla eru að þynnast og telja vísindamenn það vera af völdum hlýnunar jarðar.

Þessi mynd sýnir breytingar í þykkt jökla frá árinu 1970. Litaskalinn gulur til brúnn sýnir jökla sem hafa þynnst. Yfirgnæfandi meirihluti jökla eru að þynnast og telja vísindamenn það vera af völdum hlýnunar jarðar.

Hér fyrir neðan er svo meðaltalsbreyting í þykkt jökla yfir allan hnöttinn:

Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC).

Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC).

 Hér hefur verið farið lauslega yfir nokkra jökla sem eru að hörfa – litla og stóra, við fjöllum væntanlega meira um þá síðar – eigum t.d. von á góðum gestapistli bráðlega um málið.

En ef þið viljið fræðast nánar um það sem hefur verið skrifað um jökla hér á loftslag.is (myndbönd, nýlegar rannsóknir og annað), þá má finna það hér.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál