Frétt: Bráðnun Grænlandsjökuls

Mælingar með gervihnöttum (GRACE) og nákvæm líkön sem líkja eftir svæðabundnum breytum í lofthjúpnum, staðfesta að Grænlandsjökull er að tapa massa og að það massatap sé að aukast samkvæmt nýlegri grein í Science sem kom út fyrir um mánuði síðan (minnst var á þessa grein í gestapistli Tómasar Jóhannessonar – Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna). 

Dreifing massabreytingunnar milli áranna 2003 og 2008.

Dreifing massabreytingunnar milli áranna 2003 og 2008.

Reiknuð massabreyting Grænlandsjökuls.

Reiknuð massabreyting Grænlandsjökuls.

Þetta massatap er bæði vegna aukningu á borgarísjakamyndunum vegna hröðunar jökulstrauma út í sjó og vegna aukinnar bráðnunar við yfirborðið. Undanfarin sumur hafa verið óvenju hlý og því hefur massatapið aukist síðastliðin ár, en á tímabilinu 2006-2008 tapaðist um 273 gígatonn á ári – sem jafngildir 0,75 mm hækkun sjávarstöðu á ári.

 Einn höfunda, Jonathan Bamber segir að það sé greinilegt af þessum niðurstöðum að massatap Grænlandsjökuls hefur aukist hratt síðan rétt fyrir aldamót og að undirliggjandi ástæður bendi til þess að það muni aukast næstu ár.

Massabreytingar. Gul lína sínir afrennsli, rauð lína úrkomu, græn lína uppgufun og bláa línan samtals massabreytingu.

Massabreytingar. Gul lína sínir afrennsli, rauð lína úrkomu, græn lína uppgufun og bláa línan samtals massabreytingu.

 Grænlandsjökull inniheldur nóg af vatni til að valda hækkun sjávarstöðu um 6-7 m og þó vitað sé að það gerist ekki á næstu áratugum þá velta menn því fyrir sér hvað muni gerast með áframhaldandi hlýnun jarðar en það veltur einnig á því hversu miklar úrkomubreytingar verða (sjá t.d. áhugaverðan pistil hjá Einari Sveinbjörnssyni um Innlán á jöklum).

Á sama tíma og afrennsli jókst upp úr 1996 þá jókst úrkoma á sama hraða, þannig að það varð nánast engin massabreyting í næstum áratug.

Það ræðst því af hversu hratt hlýnunin vex á Grænlandi og í hafinu við Grænland og um leið hversu mikil úrkoma verður á sömu slóðum, hversu mikið Grænlandsjökull bráðnar.

Heimildir

Greinina sjálfa má finna hér: Partitioning Recent Greenland Mass Loss

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál