Frétt: Hitastig októbermánaðar á heimsvísu

Helstu atriðið varðandi hitastig októbermánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir október 2009, mánuðurinn var sá 6. heitasti samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,57°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar, sem er 14,0°C.
  • Hitastig fyrir land var 0,82°C yfir meðaltali 20. aldar, og var því sá 6. heitasti samkvæmt skráningu.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu í október gerði mánuðinn þann 5. heitasta samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,50°C yfir 20. aldar meðaltalið, sem er 15,9°C.
  • Fyrir árið, frá janúar til loka október, er sameinað hitastig fyrir bæði land og haf 14,7°C. Tímabilið er jafnheitt og tímabilið fyrir 2007, í 5. sæti með hitafrávik upp á 0,56°C.
hitafravik_okt

Hitafrávik október 2009 - Viðmiðunartímabil 1971-2000

Athugasemd: Tölurnar eru birtar með fyrirvara og eru bráðabirgðatölur. Röð og hitafrávik geta breyst eftir því sem fleiri gögn berast. M.a. vantar gögn frá Kanada.

Október 2009

Sameinað hitafrávik fyrir land og haf í október 2009, var 0,57°C yfir meðaltali 20. aldar, sem verður til þess að mánuðurinn er 6. heitasti október frá því mælingar hófust árið 1880. Svipað er með land hitastigið sem á heimsvísu er 6. heitasta október samkvæmt skráningu. Á myndinni hér fyrir ofan má lesa út helstu upplýsingar um hitafrávik eftir svæðum, punktarnir sýna hitafrávikin (rauðir punktar hærra hitafrávik, bláir punktar lægra hitafrávik, stærð punkta gefur til kynna stærð fráviksins). Í stærstum hluta Bandaríkjana mældist mánuðurinn almennt mjög kaldur miðað við meðaltalið, einnig var kaldara í Skandinavíu. Á móti kemur svo að svæði eins og t.d. í Alaska og stórum hluta Rússlands voru mun heitari en meðaltal mánaðarins.

Á stórum svæðum í Bandaríkjunum (utan Alaska) var hitastig almennt mikið undir meðaltali mánaðarins fyrir svæðið. Á þessu svæði mældist hitafrávikið meðal þeirra 5 köldustu síðan mælingar hófust. Hitastig var undir meðallagi á 8 af 9 loftslagssvæðum Bandaríkjanna, þar af voru fimm svæði sem voru verulega undir meðallaginu.

Á Nýja Sjálandi var hitastig undir meðallagi, svo mikið að mánuðurinn varð kaldasti október síðan 1945 þar. Hitastigið á landsvísu var aðeins 10,6°C, sem er 1,4°C undir meðaltalinu fyrir október. Á mörgum svæðum á Nýja-Sjálandi mældist hitastig 2,0°C undir meðallaginu.

Aftur á móti mældist hitastigið í Darwin, Ástralíu, hærra en venjulega í október 2009. Meðal hámarkshitastig í borginni mældist 34,8°C í október 2009, sem er það hæsta fyrir alla mánuði á því svæði.

Sjávarhitastig í október 2009 var hærra en meðaltal á flestum hafsvæðum. Á heimsvísu mældist hitastig hafsins það 5. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,50°C yfir 20. aldar meðaltalið. El Nino hefur haldið áfram ótrauður í október. Sjávarhiti á stórum svæðum við miðbaug í Kyrrahafi var 1,0°C yfir meðaltalinu. El Nino er talin munu styrkjast og verða áfram til staðar veturinn (á norðurhveli) 2009-2010, samkvæmt NOAA.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir október mánuð 2009.

Október Frávik Röð
(af 130 árum)
Heitasti okt.
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +0.82°C (+1.48°F) 6. heitasti 2005 (+1.07°C/1.93°F)
Haf +0.50°C (+0.90°F) 5. heitasti 2003 (+0.58°C/1.04°F)
Land og haf +0.57°C (+1.03°F) 6. heitasti 2003 (+0.71°C/1.28°F)
Norðuhvel jarðar
Land +0.83°C (+1.49°F) 6. heitasti 2003 (+1.20°C/2.16°F)
Haf +0.53°C (+0.95°F) 6. heitasti 2006 (+0.65°C/1.17°F)
Land og Haf +0.64°C (+1.15°F) 5. heitasti 2003 (+0.85°C/1.53°F)
Suðurhvel jarðar
Land +0.78°C (+1.40°F) 6. heitasti 2002 (+1.09°C/1.96°F)
Haf +0.49°C (+0.88°F) 3. heitasti 1997 (+0.59°C/1.06°F)
Land og Haf +0.53°C (+0.95°F) 5. heitasti 1997 (+0.61°C/1.10°F)

Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

hitafravik_okt_sulurit

Heimildir og annað efni:

Hitafrávik september 2009
NOAA – október 2009

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.